Íþrótta- og tómstundanefnd

4. fundur 24. september 2014 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Ingvar Ríkharðsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samningar sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd og varða íþrótta- og tómstundastarf

Málsnúmer 201409104

Fyrir liggja samningar er varða íþrótta- og tómstundastarf og heyra undir nefndina. Sumir þessara samninga renna út á þessu ári.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar. Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson forstöðumaður félagsmiðstöðva.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2015 þannig að þeir liðir sem undir nefndina heyra nemi kr. 247.557.000.

Í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og íþróttahússins í Fellabæ verði hækkuð um 10% frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Fyrir liggja í skjali tillögur íþrótta- og tómstundanefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana er undir nefndina heyra fyrir árið 2015.

Nefndin leggur áherslu á m.a. eftirfarandi verkefni:

Áréttað er að gera þarf ráð fyrir fjármunum vegna fíberdínu til fimleikaiðkunar sbr, bókun menningar- og íþróttanefndar 21.1. 2014 og bæjarstjórnar 5.2. 2014.

Gert verði ráð fyrir fjármunum til áhaldageymslu fyrir áhöld og búnað til íþróttaiðkunar í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þannig að hún verði tekin í notkun á næsta ári.

Gert verði ráð fyrir fjármunum til endurnýjunar á tækjabúnaði í Héraðsþreki, enda löngu tímabært. Gert verði átak til endurnýjunar búnaðarins næstu þrjú árin.

Gert verði ráð fyrir viðhaldi búnaðar á skíðasvæðinu í Stafdal samkvæmt tillögu samráðsnefndar um skíðasvæðið.

Komið verði í veg fyrir að möl sem liggur með malbikuðu svæði á Fellavelli flæði inn á gervigrasið, enda stafar af henni bæði slysahætta og hætta á skemmdum á grasmottunni.

Sett verði upp loftræsting og hitun í stigagöngum milli hæða í íþróttamiðstöðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.