Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.
Lagt fram til kynningar.
2.Sundlaugin á Egilsstöðum/tillögur frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði
Fyrir liggur bréf dagsett 19. ágúst 2014 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði þar sem fram koma tillögur að verkefnum í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og varða þá ekki síst aðstöðu og búnað er tengjast sundlauginni. Tillögurnar eru m.a. settar fram í því ljósti að sundlaugin er einn fjölfarnasti viðkomustaður á svæðinu allt árið um kring en þó sérstaklega á sumrin.
Íþrótta og tómstundanefnd þakkar Þjónustusamfélaginu á Héraði fyrir góðar ábendingar. Varðandi smærri verkefnin sem fram koma í bréfinu kallar nefndin eftir áliti forstöðumanns íþróttamannvirkja til þeirra atriða sem þar koma fram og vísar málinu til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Varðandi stærri verkefnin, sem snúast um áframhaldandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar, vísar nefndin á samþykkta stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu miðstöðvarinnar.
Fyrir liggja hugmyndir að starfi tómstunda- og forvarnafulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Íþrótta og tómstundanefnd er sammála því að þörf sé á sérstökum tómstunda og forvarnafulltrúa í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð. Starfið verði auglýst eins fljótt og hægt er og leggur nefndin til að hann hefji störf um næstu áramót.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum. Auk þess liggja fyrir drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.
Halldór Waren forstöðumaður Vegahússins og Hreinn Halldórsson forstöðumaður íþróttamannvirkja mættu á fundinn undir þessum lið.
Málinu frestað til næsta fundar.
6.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.