Sundlaugin á Egilsstöðum/tillögur frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði

Málsnúmer 201408105

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 3. fundur - 11.09.2014

Fyrir liggur bréf dagsett 19. ágúst 2014 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði þar sem fram koma tillögur að verkefnum í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og varða þá ekki síst aðstöðu og búnað er tengjast sundlauginni. Tillögurnar eru m.a. settar fram í því ljósti að sundlaugin er einn fjölfarnasti viðkomustaður á svæðinu allt árið um kring en þó sérstaklega á sumrin.

Íþrótta og tómstundanefnd þakkar Þjónustusamfélaginu á Héraði fyrir góðar ábendingar. Varðandi smærri verkefnin sem fram koma í bréfinu kallar nefndin eftir áliti forstöðumanns íþróttamannvirkja til þeirra atriða sem þar koma fram og vísar málinu til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.

Varðandi stærri verkefnin, sem snúast um áframhaldandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar, vísar nefndin á samþykkta stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu miðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.