Íþrótta- og tómstundanefnd

2. fundur 26. ágúst 2014 kl. 16:00 - 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Göngum í skólann

Málsnúmer 201408079

Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands um verkefnið Göngum í skólann sem ætlað er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur foreldra skólabarna í sveitarfélaginu til að stuðla að því að börn þeirra gangi eða hjóla í skólann, þar sem það á við, og stuðli þannig að auknu heilbrigði þeirra og vellíðan. Jafnframt hvetur nefndin skólana til þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hreyfivika, Move week 2014

Málsnúmer 201408074

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. ágúst 2014, frá Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA og Sabínu Halldórsdóttur landsfulltrúa UMFÍ, þar sem leitað er eftir samstarfsaðilum vegna verkefnisins Move week sem fram fer 29. september til 5. október.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár, í samstarfi við UÍA og íþróttafélög í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201408084

Fyrir liggur skýrslan Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði, sem unnin er af Rannsókn og greiningu. Í henni koma fram niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014.

Fyrirhugaður er kynningarfundur fyrir starfsfólk og nefndarfulltrúa fimmtudaginn 28. ágúst.

Íþrótta og tómstundanefnd stefnir að því að taka málið upp aftur á næstunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

Málsnúmer 201408077

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjarmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur undir að vöntun er á æfingaaðstöðu utanhúss eins og bréfritarar nefna. Nefndin leggur til að umhverfis- og mannvirkjanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samþykkt aðalfundar Hattar 2014 um að sveitarfélagið setji sér stefnu í málum íþrótta

Málsnúmer 201407093

Fyrir liggur bókun aðalfundar Hattar, haldinn 28. apríl 2014, þar sem óskað er eftir því að Fljótsdalshérað setji sér stefnu í málum íþrótta. Jafnframt kemur fram að íþróttafélagið er tilbúið að koma að þeirri vinnu með sveitarfélaginu.

Íþrótta og tómstundanefnd er sammála Hetti um mikilvægi þess að sveitarfélagið setji sér stefnu í málefnum íþrótta. Nefndin stefnir að því að taka málið upp á fyrrihluta næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Fyrir liggja drög að Forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018, sem unnin voru á síðasta kjörtímabili.
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd telur að stefnudrögin þarfnist frekari umræðu ýmissa aðila sem til þekkja og tengjast málefninu. Nefndin hyggst taka málið upp til úrvinnslu fyrir lok ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tómstunda- og forvarnafulltrúi

Málsnúmer 201408082

Fyrir liggja hugmyndir um starf tómstunda- og forvarnafulltrúa.

Málið er í vinnslu.

8.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Fyrir liggja gögn um endurskipulagningu á fyrirkomulagi og rekstri félagsmiðstöðvanna með hliðsjón af tillögu ungmennaráðs um sameiningu félagsmiðstöðvanna.

Málið er í vinnslu.

9.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Málið er í vinnslu.

10.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Málið er í vinnslu.
Klukkan 17 fóru nefndarmenn og starfsmaður í heimsókn í nokkur íþróttamannvirki og félagsmiðstöðvar þar sem forstöðumenn þeirra kynntu aðstæður og starfsemina.

Fundi slitið - kl. 17:00.