Hreyfivika, Move week 2014

Málsnúmer 201408074

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 2. fundur - 26.08.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. ágúst 2014, frá Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA og Sabínu Halldórsdóttur landsfulltrúa UMFÍ, þar sem leitað er eftir samstarfsaðilum vegna verkefnisins Move week sem fram fer 29. september til 5. október.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár, í samstarfi við UÍA og íþróttafélög í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.