Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands um verkefnið Göngum í skólann sem ætlað er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur foreldra skólabarna í sveitarfélaginu til að stuðla að því að börn þeirra gangi eða hjóla í skólann, þar sem það á við, og stuðli þannig að auknu heilbrigði þeirra og vellíðan. Jafnframt hvetur nefndin skólana til þátttöku í verkefninu.
Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands um verkefnið Göngum í skólann sem ætlað er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur foreldra skólabarna í sveitarfélaginu til að stuðla að því að börn þeirra gangi eða hjóla í skólann, þar sem það á við, og stuðli þannig að auknu heilbrigði þeirra og vellíðan. Jafnframt hvetur bæjarstjórn skólana til þátttöku í verkefninu.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur foreldra skólabarna í sveitarfélaginu til að stuðla að því að börn þeirra gangi eða hjóla í skólann, þar sem það á við, og stuðli þannig að auknu heilbrigði þeirra og vellíðan. Jafnframt hvetur nefndin skólana til þátttöku í verkefninu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.