Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

Málsnúmer 201308098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Lagt fram til kynningar

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 10.09.2013

Fyrir liggja til umsagnar drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins sem verið hafa í vinnslu hjá fræðslunefnd.

Menningar- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd. Málið var áður á dagskrá 27.08.2013

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við þau atriði sem snúa að nefndinni en bendir á að skipulags- og mannvirkjanefnd þurfi einnig að fjalla um málið.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að útbúa forvarnar- og viðbragðsáætlun fyrir vinnuskólann og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112. fundur - 12.03.2014

Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs 2013-2018 sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd vð fyrirliggjandi drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018, sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd. Málið var áður á dagskrá 25.02.2013

Í vinnslu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 69. fundur - 06.05.2014

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018
Umhverfis- og héraðsnefnd hefur unnið drög að forvarnaráætlun fyrir Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir tillöguna

Samþykkt með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 127. fundur - 14.05.2014

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs lögð fram til kynningar. Varðandi markmið sem fram kemur í stefnunni, um stofnun forvarnarhóps telur félagsmálanefnd rétt að núverandi forvarnarhópur undir stjórn félagsmálastjóra verði færður undir stjórn fræðslufulltrúa sveitarfélagsins. Á þann hátt verða öll forvarnarmál undir einni stjórn hjá fræðslunefnd.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Fyrir fundinum liggja drög umhverfis- og héraðsnefndar að vinnureglum vegna viðbragða við alvarlegum atvikum í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Reglurnar eru unnar í tengslum við gerð forvarnaáætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar og vísar þeim til lokafrágangs forvarnaáætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Á fundi félagsmálanefndar voru drög að forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi markmið sem fram kemur í stefnunni um stofnun forvarnahóps tekur bæjarstjórn undir með félagsmálanefnd sem telur rétt að núverandi forvarnahópur undir stjórn félagsmálastjóra verði færður undir stjórn fræðslufulltrúa sveitarfélagsins. Á þann hátt verða öll forvarnamál undir einni stjórn hjá fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 26.05.2014

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur eðlilegt að sú fræðslunefnd sem innan skamms verður kjörin til næstu fjögurra ára fái tækifæri til að fara yfir forvarnarstefnuna áður en hún verður endanlega staðfest af bæjarstjórn. Gefst þá einnig ráðrúm til að bregðast við nokkrum ábendingum sem fram hafa komið vegna stefnunnar.
Málinu er því vísað á ný til fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 1. fundur - 08.07.2014

Fyrir liggja drög að Forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018. Jafnframt liggur fyrir til kynningar skýrslan "Ungt fólk - grunnskólar 2014, Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014."

Málinu frestað og verður tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 2. fundur - 26.08.2014

Fyrir liggja drög að Forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018, sem unnin voru á síðasta kjörtímabili.
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd telur að stefnudrögin þarfnist frekari umræðu ýmissa aðila sem til þekkja og tengjast málefninu. Nefndin hyggst taka málið upp til úrvinnslu fyrir lok ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.