Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

67. fundur 25. febrúar 2014 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að bæta við tveimur málum inn á fundardagskrána. Þau eru forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs nr. 201308098 og Tjarnarland, urðunarstaður nr. 201401127 og verða þau 12 og 13 í dagskránni.

1.Geymslusvæði fyrir moltu

Málsnúmer 201401041Vakta málsnúmer

Geymslusvæði fyrir moltu.
Ósk Fljótsdalshéraðs um undanþágu frá starfsleyfi vegna moltugeymslu á Tjarnarlandi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að sækja um undanþágu samhliða svörum við erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem óskað er eftir í dagskrárlið nr. 13 á fundinum.

Samþykkt með handauppréttingu

2.Samfélagsdagur 2014

Málsnúmer 201402084Vakta málsnúmer

Samfélagsdagur 2014
Umræða um Samfélagsdaginn

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að Samfélagsdagurinn verði 17.maí 2014. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Nefndin leggur til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Endurgreiðsla vegna minkaveiða 2013

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Endurgreiðsla vegna minkaveiða 2013
Erindi frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu vegna minkaveiða til Fljótsdalshéraðs eftir afgreiðslu fjárlaga hjá Alþingi Íslendinga.

Lagt fram til kynningar

4.Refaveiði

Málsnúmer 201311131Vakta málsnúmer

Refaveiði
Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða.
Sent var bréf til allra samningsbundna refaveiðimanna á Fljótsdalshéraði þar sem óskað var eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar samninga

Málið er í vinnslu

5.Sorphirða á Fljótsdalshéraði - verkfundur

Málsnúmer 201402164Vakta málsnúmer

Sorphirða á Fljótsdalshéraði - verkfundur
Lögð fram fundagerð frá 10. verkfundi um sorphirðu á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að útbúa fréttabréf um árangur sorpflokkunnar og senda til íbúa á Fljótsdalshéraði.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Vinnuskóli 2014

Málsnúmer 201401069Vakta málsnúmer

Vinnuskóli 2014
Verkefnastjóri umhverfismála kynnir drög að skipulagi vinnuskólans vegna sumarstarfa

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar verkefnastjóra umhverfismála fyrir kynninguna. Nefndin samþykkir óbreyttan vinnutíma frá því í fyrra sumar og leggur til hækkun á launataxta nemenda Vinnuskólans um 2,8%.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Selskógur 2014

Málsnúmer 201402167Vakta málsnúmer

Selskógur 2014
Tillögur um verkefnum í Selskógi sumarið 2014

Eyrún vék af fundi kl.19:00

Umhverfis- og héraðsnefnd beinir til skipulags- og mannvirkjanefndar að gæta þess við fyrirhuguð kaup á leiktækjum í Selskóg verði sérstaklega gætt að því að velja leiktæki sem falla vel að umhverfinu.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að kynna sér heilsustíga hjá öðrum sveitarfélögum og koma með tillögu að útfærslu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Fjallskilagjöld 2013 (v/Loðmundarfjarðar)

Málsnúmer 201402112Vakta málsnúmer

Fjallskilagjöld 2013 (v/Loðmundarfjarðar)
Erindi frá Sýslumanninum á Seyðisfirði um innheimtu á fjallskilakostnaði vegna fjallskila í Loðmundarfirði árið 2013

Lagt fram til kynningar

9.Fundargerð 65.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201401165Vakta málsnúmer

Fundargerð 65.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs
Lögð fram fundargerð 65. fundar Landsbótasjóðs Norður Héraðs ásamt ársreikningi.

Lagt fram til kynningar

10.Fundargerð 66.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201401237Vakta málsnúmer

Fundargerð 66.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs
Lögð fram fundargerð 66. fundar Landsbótasjóðs Norður Héraðs.

Lagt fram til kynningar

11.Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok

Málsnúmer 201402072Vakta málsnúmer

Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok


Málinu frestað til næsta fundar

12.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd. Málið var áður á dagskrá 27.08.2013

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við þau atriði sem snúa að nefndinni en bendir á að skipulags- og mannvirkjanefnd þurfi einnig að fjalla um málið.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að útbúa forvarnar- og viðbragðsáætlun fyrir vinnuskólann og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

13.Tjarnarland, urðunarstaður

Málsnúmer 201401127Vakta málsnúmer

Tjarnarland, urðunarstaður
Svar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna óskar um framlengingu á undanþágu frá starfsleyfi vegna sorpurðunar að Tjarnarlandi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að svara erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 24.02.2014.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 20:00.