Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að Samfélagsdagurinn verði 17.maí 2014. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Nefndin leggur til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að Samfélagsdagurinn verði 17. maí 2014. Jafnframt samþykkt að fela verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Lagt er til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.
Niðurstöður af íbúafundi sem haldinn var 20. mars sl. til umræðu.
Eftirfarandi tillaga lög fram: Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að á vegum sveitarfélagsins verði farið í verkefni á eftirtöldum stöðum á samfélagsdaginn:
Skjólgarður Tjarnargarður Göngustígur á Lagarfljótsbakka Opin svæði við Sláturhús
Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram.
Umræða um Samfélagsdaginn
Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að Samfélagsdagurinn verði 17.maí 2014. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Nefndin leggur til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.
Samþykkt með handauppréttingu