Samfélagsdagur 2014

Málsnúmer 201402084

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Samfélagsdagur 2014
Umræða um Samfélagsdaginn

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að Samfélagsdagurinn verði 17.maí 2014. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Nefndin leggur til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að Samfélagsdagurinn verði 17. maí 2014. Jafnframt samþykkt að fela verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Lagt er til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Samfélagsdagur 2014
Niðurstöður af íbúðafundi sem haldinn var 20. mars sl. til umræðu.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að á vegum sveitarfélagsins verði farið í verkefni á eftirtöldum stöðum á samfélagsdaginn:

Skjólgarður
Tjarnargarður
Göngustígur á Lagarfljótsbakka
Opin svæði við Sláturhús

Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Niðurstöður af íbúafundi sem haldinn var 20. mars sl. til umræðu.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að á vegum sveitarfélagsins verði farið í verkefni á eftirtöldum stöðum á samfélagsdaginn:

Skjólgarður
Tjarnargarður
Göngustígur á Lagarfljótsbakka
Opin svæði við Sláturhús

Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Til umræðu er samfélagsdagurinn föstudaginn 16.05.2014.
Esther kynnti verkefnin sem unnin voru á samfélagsdeginum.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Esther kynninguna.