Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

68. fundur 25. mars 2014 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Stefán Sveinsson varamaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.

Málsnúmer 201305177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunasvæði - Framkvæmdir og árangur 2012

Málsnúmer 201402071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunasvæði - Framkvæmdir og árangur 2012. Árni Óðinsson kynnir skýrsluna fyrir nefndinni.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok

Málsnúmer 201402072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok.

Lagt fram til kynningar.

4.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201312063Vakta málsnúmer

Betra Fljótsdalshérað er samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir um málefni er varða þjónustu og rekstur bæjarins. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála.

Umhverfis- og héraðsnefnd fagnar hugmyndum um aukið íbúalýðræði með slíkum vettvangi.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Refaveiði

Málsnúmer 201311131Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða. Starfsmenn kynna þau gögn sem hafa bæst við síðan málið var síðast á dagskrá.

Í vinnslu

6.Selskógur 2014

Málsnúmer 201402167Vakta málsnúmer

Selskógur 2014
Tillögur að verkefnum í Selskógi sumarið 2014. Málið var áður á dagskrá 25.febrúar sl.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að gera tillögu að frágangi umhverfis bílastæði við Eyvindarárbrú í samráði við Vegagerðina. Einnig að gera áætlun um grisjun og plöntun í skóginum fyrir sumarið 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd. Málið var áður á dagskrá 25.02.2013

Í vinnslu

8.Samfélagsdagur 2014

Málsnúmer 201402084Vakta málsnúmer

Samfélagsdagur 2014
Niðurstöður af íbúðafundi sem haldinn var 20. mars sl. til umræðu.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að á vegum sveitarfélagsins verði farið í verkefni á eftirtöldum stöðum á samfélagsdaginn:

Skjólgarður
Tjarnargarður
Göngustígur á Lagarfljótsbakka
Opin svæði við Sláturhús

Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram

Samþykkt með handauppréttingu

9.Geymslusvæði fyrir moltu

Málsnúmer 201401041Vakta málsnúmer

Geymslusvæði fyrir moltu
Umsókn um starfsleyfi fyrir meðhöndlun og geymslu á moltu sent til Umhverfisstofnunar

Lagt fram til kynningar

10.Tjarnarland, urðunarstaður

Málsnúmer 201401127Vakta málsnúmer

Tjarnarland, urðunarstaður
Svar við bréfi Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins vegna undanþágu til urðunar án starfslseyfis.

Lagt fram til kynningar

Freyr vék af fundi 19:52

11.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs 2013-2017.

Umhverfis- og héraðsnefnd mun hafa gildi Jafnréttisáætlunar til hliðsjónar við ákvarðanatöku og störf nefndarinnar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

12.Fundargerð 67.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs og ársskýrsla 2013

Málsnúmer 201403021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 67.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs og ársskýrsla 2013.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.