Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201312063

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Á fundinn mættur Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi og Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála og kynntu hugmyndir að rafrænu upplýsinga- og samskiptakerfi fyrir íbúa, sem sum sveitarfélög hafa þegar tekið upp og tengjast heimasíðum þeirra. Óðinn vann td. að þessum málum hjá Reykjavíkurborg, þegar hann starfaði þar fyrir nokkrum misserum. Lögðu þeir m.a. fram upplýsingar um kostnað við uppsetningu og þjónustugjöld og fræddu fundarmenn um tilgang og möguleika kerfisins. Hjá Hafnarfirði heitir svona síða Betri Hafnarfjörður og Betri Reykjavík hjá Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir sig hlynnta hugmyndinni og felur skrifstofustjóra að vinna frekari útfærslu að verkefninu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Til umræðu eru hugmyndir að rafrænu upplýsinga- og samskiptakerfi fyrir íbúa, sem tengdist heimasíðu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun bæjarráðs.

Skipulags- og mannvirkjanefnd

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Betra Fljótsdalshérað er samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir um málefni er varða þjónustu og rekstur bæjarins. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála.

Umhverfis- og héraðsnefnd fagnar hugmyndum um aukið íbúalýðræði með slíkum vettvangi.

Samþykkt með handauppréttingu