Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

247. fundur 08. janúar 2014 kl. 16:00 - 21:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði varðandi rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári.

Lögð fram drög að greinargerð til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga, sem nefndin óskaði eftir að fá þegar bæjarstjóri og fjármálastjóri funduðu með nefndinni í desember sl. og kynntu nefndinni fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014 og þriggja ára áætlun. Greinargerðin fjallar um breytingar á áætluðum kostnaði vegna byggingar hjúkrunarheimilis og kaupa Dvalarheimilis aldraðra á 14 íbúðum.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107

Málsnúmer 1312010Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

3.1.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.2.Brúarásskóli orkumál

Málsnúmer 201304015Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 126

Málsnúmer 1312003Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

3.4.Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201312006Vakta málsnúmer

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs þann 06. des. 2013 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi dag. 03.12.2013,
vegna umsóknar Íslensku Kristkirkjunnar kt.431097-2739 um endurnýjun á gistileyfi í flokki II. Starfsstöðin er Eyjólfsstaðir á Héraði.

"Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. des. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201312016Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.6.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201306039Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311145Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.8.Umsókn um byggingarleyfi stækkun húsnæðis

Málsnúmer 201311127Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.9.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.10.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt

Málsnúmer 201312018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30.10.2013 þar sem Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, óska eftir umsögn sveitarfélagsins um að stofnað verði lögbýli á Hafrafelli 2. Vísað er til gagna sem tengjast erindi til sveitarfélagsins, sem Jón Jónsson hrl. sendi nýlega fyrir hönd aðila vegna áður greinds eignaskiptasamnings um jörðina Hafrafell.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og telur að Hafrafell 2 uppfylli skilyrði um lögbýli og gerir því ekki athugasemd við lögbýlisréttur verði heimilaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Endurnýjun á stofnlögn hitaveitu

Málsnúmer 201310088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 03.12.2013, þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Menntaskólinn, bílastæðamál

Málsnúmer 201202074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.13.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.14.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags.26.11.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps, sendir drög að korti sem sýnir nýja afmörkun þess svæðis, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Umfjöllun frestað meðan málið er enn í vinnslu hjá nefndum sveitarfélagsins.

3.15.Krafa um bætur

Málsnúmer 201309078Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.16.Umsókn um stækkun byggingalóðar

Málsnúmer 201303039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sundurliðaður kostnaður vegna framkvæmda við lóðina Fagradalsbraut 15.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að greiða aðra vegtenginguna og þökulagninguna utan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Fráveitumál, blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 201311116Vakta málsnúmer

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hitaveitustjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að fá kynningu á málefninu fyrir nefndina, starfsmenn og aðra þá er málið varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Eyvindará lóð 3

Málsnúmer 201312035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.12.2013 þar sem Anna Birna kt.091048-4189 Snæþórsdóttir og Vernharður Vilhjálmsson kt.030539-3469 óska eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir breytingu á lóðunum Eyvindará lóð 13 og Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64

Málsnúmer 1312007Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

4.1.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Bréf til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 28.11. 2013, varðar framlengingu á undanþágu starfsleyfis fyrir sorpurðun í Tjarnarlandi.
Þar koma einnig fram upplýsingar varðandi úrbætur vegna athugasemda sem komu fram í eftirlitsskýrslu HAUST dags. 2. september 2013

Lagt fram til kynningar.

4.2.Förgun rafeindatækjaúrgangs

Málsnúmer 201312020Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 04.12.2013 frá Umhverfisstofnun um fyrirkomulag söfnunar rafeindaúrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og felur verkefnastjóra umhverfismála að taka saman upplýsingar um fyrirkomulag söfnunar raf- og rafeindatækjaúrgangs hjá sveitarfélaginu og koma til Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.4.Bændur græða landið, beiðni um styrk 2014

Málsnúmer 201311153Vakta málsnúmer

Erindi frá Landgræðslu Ríkisins dags. 21.11. 2013, beiðni um styrk vegna uppgræðsluverkefnisins: Bændur græða landið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð að styrkja verkefnið um 152.000 kr. Fjármagnið verður tekið af lið nr. 13-29.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)

Málsnúmer 201311141Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð styður þá ákvörðun að lög um náttúruvernd nr. 60/2013 taki ekki gildi og leggur áherslu á að reynt verði frekar að ná víðtækari sátt um ný náttúruverndarlög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA.
Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir þær ályktanir frá aðalfundi SSA sem snúa að nefndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð er sammála umhverfis- og héraðsnefnd sem leggur til að stefnt verði að frekari samvinnu milli sveitarfélaganna um lausnir t.d. um sameiginlega stefnu í refa- og minkaveiðum og lausnir varðandi lífrænan úrgang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt

Málsnúmer 201312018Vakta málsnúmer

Vísað til bókunar í lið 3.10.

4.8.Refaveiði

Málsnúmer 201311131Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.9.Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Málsnúmer 201312025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.10.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

Málsnúmer 201312032Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og fagnar framkominni þingsályktunartillögu um minnkaða plastpokanotkun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.12.Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 26.11.2013

Málsnúmer 201312005Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur óskað eftir að fulltrúi Landsvirkjunar komi á næsta reglulega fund nefndarinnar sem verður haldinn 28. janúar 2014 og kynni eftirtaldar skýrslur sem liggja inni hjá sveitarfélaginu:

- Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða.
- Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða.
- Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010.
- Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.
- Áhrif gruggs á vatnalífríki Glúmstaðadalsár og Hrafnkelsár - Niðurstöður vöktunar 2012.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar í bæjarráði.

4.13.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.14.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 23

Málsnúmer 1312011Vakta málsnúmer

Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar sat fundinn undir afgreiðslu fundargerðar skólanefndar Hallormsstaðaskóla.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.2.Íslenskt málumhverfi í grunnskólum

Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.3.PISA 2012

Málsnúmer 201312023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.4.Starfsáætlanir Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201312045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

5.5.Fundargerðir skólaráðs Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201312044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.6.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram í samræmi við þá ákvörðun sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók um málið 4. des. sl. og byggði á sameiginlegri niðurstöðu af fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að verða við ósk oddvita Fljótsdalshrepps um sameiginlegan fund sveitarstjórnanna vegna Hallormsstaðaskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Félagsmálanefnd - 123

Málsnúmer 1311018Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

6.1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1305174Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.2.Kvörtun til persónuverndar

Málsnúmer 201311149Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.3.Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 201210064Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálanefndar á gjaldskránni sem gildir frá 1. janúar 2014.

6.4.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2014

Málsnúmer 201312003Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálanefndar á gjaldskránni, sem gildir frá 1. janúar 2014.

6.5.Framfærslustyrkir árið 2014

Málsnúmer 201312048Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð hækkun sem nemur vísitölu neysluverðs í desember 2013, úr kr. 144.508. fyrir einstakling á mánuði í kr. 149.725. Fyrir hjón / sambýlisfólk hækkar upphæðin úr kr. 231.212. á mánuði í kr. 239.560. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310133Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.7.SÁÁ, styrkbeiðni og boð um fjölskyldumeðferð /námskeið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201311137Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.Fundargerð stjórnar SSA, nr.3, 2012-2013

Málsnúmer 201312066Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð samgöngunefndar SSA, 28.nóv.2013

Málsnúmer 201312047Vakta málsnúmer

Með vísan í lið 4 í fundargerð samgöngunefndar hefur bæjarráð óskað eftir fundi með Vegagerðinni á Reyðarfirði til að ræða m.a. vetrarþjónustu og mismunandi þjónustu milli þjónustusvæða.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

9.Fundargerð 811. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201401001Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 162. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201401031Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi lið 1, Gjaldskrármál og álagning 2014, staðfestir bæjarráð tillögur stjórnar HEF að breytingum.

Í fyrsta lagi er það gjaldskrá vatnsveitu sem er óbreytt nema að því leyti að 20% regla vegna afsláttar er aflögð og fast gjald fyrir sumarhús verður 20.900 kr.
Í öðru lagi er það gjaldskrá vegna fráveitu. Hún tekur breytingum miðað við breytingu á byggingarvísitölu, eins og ákvarðað er í gjaldskránni.
Þá verður álagningarprósenta holræsagjalds óbreytt.

11.Kynningarfundur um málefni Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 201312062Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur verið boðað til kynningarfundar föstudaginn 24. janúar nk. á Hótel Héraði.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

12.Ályktun um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál

Málsnúmer 201312039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201312063Vakta málsnúmer

Á fundinn mættur Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi og Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála og kynntu hugmyndir að rafrænu upplýsinga- og samskiptakerfi fyrir íbúa, sem sum sveitarfélög hafa þegar tekið upp og tengjast heimasíðum þeirra. Óðinn vann td. að þessum málum hjá Reykjavíkurborg, þegar hann starfaði þar fyrir nokkrum misserum. Lögðu þeir m.a. fram upplýsingar um kostnað við uppsetningu og þjónustugjöld og fræddu fundarmenn um tilgang og möguleika kerfisins. Hjá Hafnarfirði heitir svona síða Betri Hafnarfjörður og Betri Reykjavík hjá Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir sig hlynnta hugmyndinni og felur skrifstofustjóra að vinna frekari útfærslu að verkefninu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsettu 19. desember sl. er kynnt sú niðurstaða hennar að framkvæmd vegna fyrirhugaðrar færslu óss Jöklu og Lagarfljóts skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Fram kom að fyrir liggur einnig leyfi Fiskistofu og mun skipulags- og byggingafulltrúi gefa út framkvæmdaleyfi fh. Fljótsdalshéraðs nú á næstu dögum.
Bæjarráð hvetur Landsvirkjun til að fara í framkvæmdina um leið og öll leyfi liggja fyrir og tök verða á, þannig að henni verði lokið áður en vatnsrennsli eykst í Jöklu og Lagarfljóti vegna vorleysinga.

15.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti undir athugasemdir sambandsins við frumvarpið.

16.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 23. des. 2013 um veitingu styrks að fjárhæð 5.000.000 kr. til lagfæringa og skráninga friðaðra veghleðslna á Breiðdalsheiði.
Bæjarráð fagnar því að verkefnið hefur hlotið styrk og óskar eftir því að menningar- og íþróttanefnd vinni tillögu að því hvernig fjármagninu verði ráðstafað.

17.Opinn fundur á Egilsstöðum 28 janúar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar

Málsnúmer 201401010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Óla Grétari Blöndal Sveinssyni frá 3. janúar 2014, með upplýsingum um fyrirhugaðan opinn fund á Egilsstöðum um áhrif Kárahnjúkavirkjunar.

Bæjarráð fagnar því að umræddur kynningarfundur er nú kominn á dagskrá og leggur til að hann hefjist kl. 15.00 þriðjudaginn 28. janúar nk.

18.Bæjarstjórnarbekkurinn 14. des. 2013

Málsnúmer 201312064Vakta málsnúmer

Lögð fram og rædd þau erindi sem bárust bæjarfulltrúum og bæjarstjóra á Barradeginum 14. des. sl.
Bæjarstjóra falið að koma þeim í vinnslu hjá viðkomandi nefndum og starfsmönnum sveitarfélagsins.

19.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að samningum vegna breytts eignarhalds að safnahúsinu og drög að leigusamningum safnanna.
Einnig var lagt fram bréf frá forstöðumanni Héraðsskjalasafnins, þar sem fram kemur að stjórn safnsins treystir sér ekki til að boða til auka aðalfundar um tillögu að breyttu eignarhaldi safnahússins nú í fjórðu viku janúar, eins og óskað hefur verið eftir af aðildarsveitarfélögum safnsins.

Aðkallandi er að fá niðurstöðu í mál varðandi eignarhald safnahússins á Egilsstöðum, eins og sameiginlegur fundur stjórna og safnstjóra Minja- og Héraðsskjalasafnanna sem haldinn var á Egilsstöðum 18. mars 2010 bókaði.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs ítrekar sameiginlega ósk aðildarsveitarfélaga safnanna um að boðaður verði aukaaðalfundur Héraðsskjalasafnsins með lögformlegum hætti, eins og farið var fram á 11. desember sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um breytt eignarhald og leigusamningum Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins.

Fundi slitið - kl. 21:00.