Menntaskólinn, bílastæðamál

Málsnúmer 201202074

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Upplýsingar um lóðarframkvæmdir verða komnar inn fyrir fundinn.

Til umræðu er lóðarframkvæmd á menntaskólalóðinni árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að haldið verði áfram með framkvæmdir og leggur til að samið verði við Fasteignir ríkisins um uppgjör á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Lóðarframkvæmdir á menntaskólalóðinni árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að haldið verði áfram með framkvæmdir og að samið verði við Fasteignir ríkisins um uppgjör á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Lagðar eru fram upplýsingar um stöðu framkvæmda við lóð Menntaskólans á Egilsstöðum.


Lagt fram til kynningar.