Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

90. fundur 27. febrúar 2013 kl. 17:00 - 20:20 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Óskar Vignir Bjarnason varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Vakin er athygli á að í síðustu fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar lið 8, Kröflulína III, aðalskipulagsbreyting, féll út eftirfarandi:
Sigvaldi vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Og í lið 9, svæði fyrir hreystibraut féll út eftirfarandi:
Þar sem svæði 1 er frátekið fyrir körfuboltavöll. Þetta leiðréttist hér með.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem er Hóll umsókn um stofnun lóðar og bæjarstjórnarbekkurinn 15.12.2012 og verða þeir liðir nr. 11 og 12 í dagskránni.

1.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um málið. Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðuna og kynnir hugmyndir um slátt sumarið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar verkefnastjóra umhverfismála fyrir upplýsingarnar. Nefndin samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að gera kostnaðarsamanburð annarsvegar að sveitarfélagið sjái sjálft um sláttinn og hinsvegar að kaupa þjónustuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gæludýr á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201302163

Erindi dagsett 22.02.2013 þar sem Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST, leggur til aðgerðir til að bregðast við kvörtunum, sem borist hafa vegna katta á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu Helgu Hreinsdóttur um aðgerðir og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga í málið.

Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlun, skipulags- og mannvirkjanefndar 2013

Málsnúmer 201302159

Fyrir liggja drög að starfsáætlun fyrir árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar ásamt formanni að ljúka við starfsáætlunina fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201208078

Erindi dags. 12.02.2013 þar sem Vegagerðinn óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort hluti Upphéraðsvegar í Fellabæ sé í viðunandi ástandi. Ef svo er ekki að mati sveitarfélagsins, er óskað eftir að fá fram skoðanir á því hvað gera þurfi til þess að koma veginum í það ástand, að unnt sé að skila honum, með tilvísun í framangeint erindi og til samræmis við ákvæði núgildandi vegalaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði úttekt á umræddum Upphéraðsvegi í Fellabæ ásamt gatnamótum við Hringveg og lagt fyrir nefndina þegar úttektin liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vatnsborð Eyvindarár

Málsnúmer 201302109

Breyting á vatnsborðshæð Eyvindarár og mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við rofi, við skolphreinsivirkið utan við Ranavað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að það grjót, sem tilfellur við jarðvinnuframkvæmdirnar vegna hjúkrunarheimilisins, sem þarf að fjarlægja af staðnum og er af þeirri stærðargráðu að nothæft sé, verði notað til að varna rofi við skolphreinsivirkið og veginn að því. Svo og til að setja þrep í ána til að hækka árbotninn, þar sem þess er þörf. Haft skal samráð við alla þá sem land eiga að ánni á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Upplýsingar um lóðarframkvæmdir verða komnar inn fyrir fundinn.

7.Menntaskólinn, bílastæðamál

Málsnúmer 201202074

Til umræðu er lóðarframkvæmd á menntaskólalóðinni árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að haldið verði áfram með framkvæmdir og leggur til að samið verði við Fasteignir ríkisins um uppgjör á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Þórsnes, stækkun efnistökusvæðis

Málsnúmer 201207048

Fyrir liggur álit skipulagsstofnunar um deiliskipulag efnistökusvæðis á Kollsstaðamóum. Málið var áður á dagskrá 23.01.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gert skuli deiliskipulag af svæðinu samkvæmt reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 gr. 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Breyttur leyfilegur hámarkshraði

Málsnúmer 201302154

Erindi í tölvupósti dagsett 21.02.2013 þar sem Sveinn Sveinsson f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir umsögn vegna áforma um að breyta og lækka leyfilegan hámarkshraða um vegamót Seyðisfjarðar- og Borgafjarðarvegar sbr. meðfylgjandi mynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur jákvætt að lækka hámarkshraða við þessi gatnamót og gerir því ekki athugasemd við þessi áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fagradalsbraut 15, umsókn um lóð

Málsnúmer 201209030

Fyrir liggur umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar vegna Fagradalsbrautar 15, Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá 14.11.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að sett verði upp eldsneytisafgreiðsla á lóðinni Fagradalsbraut 15. Skila skal inn nánari útfærslu á innra skipulagi lóðarinnar.

Nefndin leggur til að skoðað verði hvort fækka megi innakstursleiðum inn á Fagradalsbrautina, með því til dæmis að aðeins verði innakstur til suðurs af Fagradalsbraut inn á Lyngás.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

.

11.Hóll, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201302172

Erindi dagsett 25.02.2013 þar sem Björn Ingimarsson fyrir hönd Fljótsdalshéraðs sækir um stofnun lóðar úr landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Hjálagt er lóðablað dags. 13.02.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Bæjarstjórnarbekkurinn 15.12.2012

Málsnúmer 201302180

Viðmælendur á eru Jói á Breiðavaði, Sindri Sigurbjörnsson, Siggi Eymunds og Olga.
Ítrekuð er umræða um peruskipti í ljósastaur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við reglur þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:20.