Fagradalsbraut 15, umsókn um lóð

Málsnúmer 201209030

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Fyrir liggur umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar vegna Fagradalsbrautar 15, Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá 14.11.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að sett verði upp eldsneytisafgreiðsla á lóðinni Fagradalsbraut 15. Skila skal inn nánari útfærslu á innra skipulagi lóðarinnar.

Nefndin leggur til að skoðað verði hvort fækka megi innakstursleiðum inn á Fagradalsbrautina, með því til dæmis að aðeins verði innakstur til suðurs af Fagradalsbraut inn á Lyngás.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Fyrir liggur umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar vegna Fagradalsbrautar 15, Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 14.11.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og tekur jákvætt í að sett verði upp eldsneytisafgreiðsla á lóðinni Fagradalsbraut 15. Skila skal inn nánari útfærslu á innra skipulagi lóðarinnar.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að skoðað verði hvort fækka megi innakstursleiðum inn á Fagradalsbraut, með því til dæmis að aðeins verði innakstur til suðurs af Fagradalsbraut inn á Lyngás.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)