Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

172. fundur 06. mars 2013 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Páll Sigvaldason aðalmaður
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Katla Steinsson aðalmaður
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
 • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
 • Sigríður Ruth Magnúsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201301257Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Hafsteinn Jónasson formaður skipulags- og mannvirkjanefndar, Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynntu starfsáætlanir sinna nefnda.

Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru: Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurn, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn og Gunnar Jónsson.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226

Málsnúmer 1302009Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Katla Steinsson, Páll Sigvaldason og Gunnhildur Ingvarsdóttir sem vöktu athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.1 og úrskurðaði forseti um vanhæfi þeirra.

Ruth Magnúsdóttir sem ræddi lið 2.2 Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.10 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.2

Fundargerðin staðfest.

2.1.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilisins við Blómvang 1 á byggingartíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Fundargerð 144. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201302092Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.4.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 18.02.2013

Málsnúmer 201302134Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.5.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201302121Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Árni Kristinsson verði varamaður L-lista sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs á Landsþingi Sambands Ísl. sveitarfélaga, í stað Tjörva Hrafnkelssonar sem hefur beðist lausnar frá störfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262Vakta málsnúmer

Tilnefning þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildi Rós Indriðadóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Náttúruskoðunarferðir á Héraðssand

Málsnúmer 201302103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hafþóri Vali Guðjónssyni vegna fyrirhugaðra náttúruskoðunarferða með traktor og heyvagn út á Héraðssand.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar nýjum hugmyndum í afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir umræddan akstur eftir tilgreindri slóð um land Hóls og Hólshjáleigu með eftirfarandi skilyrðum:

- Rekstraraðili geri nauðsynlegar ráðstafanir til að slóðin spillist ekki og hafi samráð við sveitarfélagið sem landeiganda um þær aðgerðir.

- Rekstraraðili afli allra nauðsynlegra leyfa frá viðeigandi yfirvöldum og uppfylli öll skilyrði náttúruverndarlaga og annarrar löggjafar sem um akstur sem þennan gilda.

- Rekstraraðili hafi samráð við aðra landeigendur og hagsmunaaðila, t.a.m. Landgræðslu ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570.mál/Til umsagnar

Málsnúmer 201302108Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.9.Ráðstefna um áhrif hlýnunar á norðurslóðum

Málsnúmer 201302119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.10.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Í kjölfar athugasemda sem fram komu var gerð könnun á heimasíðu sveitarfélagsins sem snéri að þjónustu umhverfissviðs. Einnig stendur lesendum heimasíðunnar til boða að taka þátt í könnun varðandi fyrirkomulag Ormsteitisins. Í framhaldinu verður ákveðið hvort gerðar verði fleiri slíkar kannanir til að draga fram sjónarmið íbúa.

Bæjarstjórn hvetur íbúa til að nýta sér slíkar kannanir, mánaðarlega viðtalstíma bæjarfulltrúa og opna borgarafundi um málefni sveitarfélagsins, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn, í samræmi við ábendingar um opnunartíma bæjarskrifstofunnar, að afgreiðslan verði opin frá kl. 8 til kl. 15:45 virka daga. Símatími verði sá sami og opnunartíminn. Áfram verði opið í hádeginu eins og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Fjarskipti á Hallormsstað

Málsnúmer 201302120Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.12.Sala/kaup hlutabréfa í Ásgarði hf

Málsnúmer 201302011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.13.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf

Málsnúmer 201302131Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012. Fundurinn er boðaður á Grandhótel þann 15. mars. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra umboð til að sitja fundinn f.h. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

2.14.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.15.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.16.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri stöðu mála og fór yfir þau atriði sem sveitarfélagið hefur komið að og beitt sér fyrir til lausnar þeirra.

Fram kom hjá honum að fyrirhugaður er fundur ÍAV með eigendum, íbúum og fulltrúum sveitarfélagsins þann 12. mars, varðandi stöðu mála og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.

2.17.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537.mál

Málsnúmer 201302141Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.18.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201212021Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, umræðu og staðfestingar frá Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fulltrúa nýsköpunar og þróunarsviðs Austurbrúar, dags.21.febrúar 2013, þar sem hún kynnir úrslit úr hönnunarsamkeppni um nafn og merki fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi. Einnig eru lögð fram drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nafn og merki fyrir almenningasamgöngur á Austurlandi. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi varðandi fjarskipti í dreifbýli tengt ljósleiðara HEF frá Egilsstöðum inn í Einarsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að fá tilboð í gerð viðskiptaáætlunar fyrir verkefnið.

Jafnfram lögð fram skrifleg fyrirspurn hótelrekanda í Hótel Svartaskógi varðandi lélegt fjarskiptasamband við hótelið og dreifbýlið þar í kring.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fela umsjónarmanni tölvumála að gera tillögur um mögulegar lausnir og kynna bréfriturum þær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.20.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

Málsnúmer 201212063Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.21.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015Vakta málsnúmer

Erindum sem komu fram á fundinum, hefur þegar verið komið í vinnslu hjá nefndum og starfsmönnum.

Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90

Málsnúmer 1302012Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 3.6 og 3.8. og úrskurðaði forseti um vanhæfi hans. Ruth Magnúsdóttir, sem ræddi lið 3.6. og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 3.6 og svaraði fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.6 Ruth Magnúsdóttir, sem ræddi lið 3.6. og Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 3.9 og 3.10.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.2.Gæludýr á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201302163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.02.2013 þar sem Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST, leggur til aðgerðir til að bregðast við kvörtunum, sem borist hafa vegna katta á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu HAUST um aðgerðir og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við heilbrigðisfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.4.Starfsáætlun, skipulags- og mannvirkjanefndar 2013

Málsnúmer 201302159Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.5.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201208078Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.6.Vatnsborð Eyvindarár

Málsnúmer 201302109Vakta málsnúmer

Breyting á vatnsborðshæð Eyvindarár og mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við rofi, við skolphreinsivirkið utan við Ranavað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að það grjót, sem tilfellur við jarðvinnuframkvæmdirnar vegna hjúkrunarheimilisins, sem þarf að fjarlægja af staðnum og er af þeirri stærðargráðu að nothæft sé, verði notað til að varna rofi við skolphreinsivirkið og veginn að því. Einnig til að setja þrep í ána til að hækka árbotninn, þar sem þess er þörf. Haft skal samráð um þessar aðgerðir við þá sem land eiga að ánni á þessu svæði.

Samþykk samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi. (GJ)

3.7.Menntaskólinn, bílastæðamál

Málsnúmer 201202074Vakta málsnúmer

Lóðarframkvæmdir á menntaskólalóðinni árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að haldið verði áfram með framkvæmdir og að samið verði við Fasteignir ríkisins um uppgjör á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Þórsnes, stækkun efnistökusvæðis

Málsnúmer 201207048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit skipulagsstofnunar um deiliskipulag efnistökusvæðis á Kollsstaðamóum. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar þann 23.01.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gert skuli deiliskipulag af svæðinu samkvæmt reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 gr. 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)

3.9.Breyttur leyfilegur hámarkshraði

Málsnúmer 201302154Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 21.02. 2013 þar sem Sveinn Sveinsson f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir umsögn vegna áforma um að breyta og lækka leyfilegan hámarkshraða um vegamót Seyðisfjarðar- og Borgafjarðarvegar sbr. mynd sem fylgdi erindinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefndar og telur jákvætt að lækka hámarkshraða við þessi gatnamót og gerir því ekki athugasemd við þessi áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Fagradalsbraut 15, umsókn um lóð

Málsnúmer 201209030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umferðaröryggisrýni Vegagerðarinnar vegna Fagradalsbrautar 15, Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 14.11.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og tekur jákvætt í að sett verði upp eldsneytisafgreiðsla á lóðinni Fagradalsbraut 15. Skila skal inn nánari útfærslu á innra skipulagi lóðarinnar.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að skoðað verði hvort fækka megi innakstursleiðum inn á Fagradalsbraut, með því til dæmis að aðeins verði innakstur til suðurs af Fagradalsbraut inn á Lyngás.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)

3.11.Hóll, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201302172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25.02.2013 þar sem Björn Ingimarsson fyrir hönd Fljótsdalshéraðs sækir um stofnun lóðar úr landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá samkvæmt 14. gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Hjálagt er lóðablað dags. 13.02.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Bæjarstjórnarbekkurinn 15.12.2012

Málsnúmer 201302180Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53

Málsnúmer 1302011Vakta málsnúmer

Til máls tóku Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún liði 4.12, 4.13 og 4.3. og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.2 og 4.10

Fundargerðin staðfest.

4.1.Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal

Málsnúmer 201301189Vakta málsnúmer

Í skýrslu um málið kemur fram að töluvert og mikið landbrot er á 24% af strandlengju Lagarfljóts. Í ljósi meira vatnsmagns í Lagarfljóti en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkavirkjunar, má ætla að það sé hluti af orsökinni.

Vísað er til afgreiðslu undir lið 4.2. í þessari fundargerð.

4.2.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.

Í ljósi þess að vatnsmagn úr Hálslóni í Lagarfljót er töluvert meira en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkastíflu beinir bæjarstjórn því til Landsvirkjunar að unnin verði áætlun um úrbætur og mótvægisaðgerðir gegn landbroti á bökkum Lagarfljóts, sérstaklega á þeim stöðum sem að framan eru nefndir og þar sem ástandið er alvarlegast. Horft verði heildstætt á stöðu grunnvatns, aukið vatnsmagn og meiri straumþunga í Lagarfljóti og samspil og áhrif þessara þátta á landbrot.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.4.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.5.Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.6.Veraldarvinir/Sjálfboðaliðar 2013

Málsnúmer 201209086Vakta málsnúmer

Erindi frá Veraldarvinum þar sem þeir óska eftir samstarfi við sveitarfélagið um umhverfisverkefni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að hafa samband við stjórn Ormsteitis og kanna áhuga á uppsetningu verkefnis fyrir Veraldarvini, í tengslum við Ormsteiti 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.8.Ástand gróðurs og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót með tilliti til þess að gróðurinn hindri ekki sýn eða hefti umferð. Jafnframt er því beint til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.10.Áskorun um tiltekt

Málsnúmer 201205223Vakta málsnúmer

Erindi frá Umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum fyrir hreindýr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Bæjarstjórn hvetur landeigendur og aðra línu- og girðingaeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Fagráðstefna skógræktar 2013

Málsnúmer 201302123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.12.Breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Málsnúmer 201302036Vakta málsnúmer

Afgreitt af umhverfis- og héraðsnefnd.

4.13.Frumvarp til laga um búfjárhald,282.mál/Til umsagnar

Málsnúmer 201302047Vakta málsnúmer

Afgreitt af umhverfis- og héraðsnefnd.

4.14.Náttúruskoðunarferðir á Héraðssand

Málsnúmer 201302103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.15.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.16.Umsögn SÍS um frumvarp til náttúruverndarlaga

Málsnúmer 201302098Vakta málsnúmer

Afgreitt af umhverfis- og héraðsnefnd.

4.17.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201302156Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn þar sem Fljótsdalshérað sækir um styrk í verkefnið "Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis" í samstarfi við Borgarfjarðarhrepp, Ferðamálahóp Borgarfjarðar, ProVist ehf. og Stórurð ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað verði þátttakandi í umsókn um styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.18.Sænautasel - áfangaskýrsla

Málsnúmer 201302158Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.19.Samningur um landshlutaverefni í skógrækt 2013

Málsnúmer 201302157Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 182

Málsnúmer 1302010Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.5 og Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 5.5.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Umsókn um leikskólavist

Málsnúmer 201302147Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

5.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.3.Áskorun til HSA um þjónustu talmeinafræðings

Málsnúmer 201302112Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og skorar á Heilbrigðisstofnun Austurlands að vinna að því öllum árum að bæta þjónustu við börn með tal- og málþroskaröskun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Egilsstaðaskóli - kynning á niðurstöðum Olweusarkönnunar

Málsnúmer 201302152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.5.Notkun "kickup energy effect" í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201302150Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.6.Fundargerðir skólaráðs Fellskóla

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.7.Eineltisáætlun Fellaskóla

Málsnúmer 201302151Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.8.Umsókn um leigu á eldhúsi og hluta af sal Fellaskóla sumarið 2013

Málsnúmer 201302148Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu fræðslunefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að umbeðið húsnæði í Fellaskóla verði leigt út yfir sumarið, að því tilskyldu að leigutími skarist ekki við starfstíma skóla eða útleiga hafi með öðrum hætti neikvæð áhrif á skólastarfið.

Skólastjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Fræðsla og forvarnir; styrkbeiðni

Málsnúmer 201302086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

5.10.Fræðslunefnd - mál til kynningar

Málsnúmer 201302153Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Úthlutun menningarstyrkja á Austurlandi 2013

Málsnúmer 201302186Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Signýju Ormarsdóttur f.h.Austurbrúar, dags. 27. febrúar þar sem boðið er til úthlutunar menningarstyrkja á Austurlandi á Hótel Framtíð Djúpavogi, föstudaginn 8.mars.

Til máls tók undir þessum lið: Björn Ingimarsson.

7.Ljósabúnaður í mastri á Eiðum

Málsnúmer 201303001Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum og nágrenni varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindið. Aðrir sem til máls tóku voru: Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsso og, Sigrún Blöndal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með íbúum svæðisins um að bilanir í ljósabúnaði mastursins og ljósmengunin sem af hefur stafað langtímum saman á undanförnum árum, er algerlega óásættanleg.

Bæjarstjórn skorar á Ríkisútvarpið sem eigenda mastursins og flugmálayfirvöld, sem á sínum tíma kröfðust uppsetningar og notkunar á umræddum ljósabúnaði, að ganga tafarlaust í málið og finna lausn á því. Þar verði tekið mið af öryggisljósabúnaði í öðrum hliðstæðum mannvirkjum hérlendis og valin vandaður búnaður sem hægt verður að hafa stjórn á og truflar ekki nærumhverfi sitt endalaust með stöðugu óhóflegu ljósablikki. Bæjarstjóra falið að fylgja erindinu fast eftir.

Jafnframt verði skipulags- og mannvirkjanefnd falið að kanna hvort ákvæði í byggingarreglugerð taki á ástandi mannvirkisins .

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.