Ljósabúnaður í mastri á Eiðum

Málsnúmer 201303001

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum og nágrenni varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindið. Aðrir sem til máls tóku voru: Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsso og, Sigrún Blöndal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með íbúum svæðisins um að bilanir í ljósabúnaði mastursins og ljósmengunin sem af hefur stafað langtímum saman á undanförnum árum, er algerlega óásættanleg.

Bæjarstjórn skorar á Ríkisútvarpið sem eigenda mastursins og flugmálayfirvöld, sem á sínum tíma kröfðust uppsetningar og notkunar á umræddum ljósabúnaði, að ganga tafarlaust í málið og finna lausn á því. Þar verði tekið mið af öryggisljósabúnaði í öðrum hliðstæðum mannvirkjum hérlendis og valin vandaður búnaður sem hægt verður að hafa stjórn á og truflar ekki nærumhverfi sitt endalaust með stöðugu óhóflegu ljósablikki. Bæjarstjóra falið að fylgja erindinu fast eftir.

Jafnframt verði skipulags- og mannvirkjanefnd falið að kanna hvort ákvæði í byggingarreglugerð taki á ástandi mannvirkisins .

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 27.03.2013

Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í grein 7.2.4 í byggingarreglugerð stendur m.a. " lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar".

Nefndin krefst þess að eigandi ljósabúnaðar á langbylgjumastrinu á Eiðum, sjái um að gert verði við búnaðinn strax.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og bendir á að í grein 7.2.4 í byggingarreglugerð stendur m.a. " Lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar".

Bæjarstjórn ítrekar kröfur sínar þess efnis að eigandi ljósabúnaðar á langbylgjumastrinu á Eiðum, sjái um að gert verði við búnaðinn strax.

Jafnframt kallar bæjarstjórn enn á ný eftir því að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld til að ræða þetta mál og önnur sem tengjast starfsemi RUV á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.