Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

174. fundur 03. apríl 2013 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Katla Steinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
  • Jónas Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2012

Málsnúmer 201303154

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, ásamt endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson bæjarstjóri, sem kynnti ársreikninginn og helstu lykiltölur úr honum. Aðrir sem ræddu ársreikninginn voru í þessari röð: Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum og endurskoðunarskýrslunni til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228

Málsnúmer 1303013

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Málið er í vinnslu.

2.2.Félag landeigenda við Lagarfljót

Málsnúmer 201303122

Lagt fram til kynningar.

2.3.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Á fundi bæjarráðs var lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Fundargerð 146. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201303107

Í vinnslu.

2.5.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 20.03.2013

Málsnúmer 201303108

Lagt fram til kynningar.

2.6.Fundargerð Reiðhallarinnar,4.3.2013

Málsnúmer 201303086

Lagt fram til kynningar.

2.7.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201303020

Lagt fram til kynningar.

2.8.Samstarfssamningur um stefnumótun í málefnum ungs fólks

Málsnúmer 201303083

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.9.Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201301106

Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Frumvarp til laga um lífeyrisréttindi/Til umsagnar

Málsnúmer 201303057

Lagt fram til kynningar.

2.11.Frumvarp til laga um vatnalög/Til umsagnar

Málsnúmer 201303076

Lagt fram til kynningar.

2.12.Vinabæjamót í Sorö 14.-16. júní 2013

Málsnúmer 201208021

Lagt fram boðsbréf og dagskrá vegna vinabæjamóts í Sorö 14-16.júní 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson ásamt mökum verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu.

Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á framfæri við gestgjafana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Í vinnslu.

2.14.Bréf til Bæjarráðs

Málsnúmer 201303078

Lagt fram til kynningar.

2.15.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Erindin komin í vinnslu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 229

Málsnúmer 1303018

Fundargerðin staðfest.

3.1.Ársreikningur 2012

Málsnúmer 201303154

Var tekið fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

4.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92

Málsnúmer 1303015

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti sérstaklega lið 4.3. Sigvaldi Ragnarsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna þessa liðar og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina að öðru leyti og lagði fram drög að bókunum. Jónas Guðmundsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 4.4 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 4.4 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.5. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.10. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 4.5, Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.5 og 4.10. Jónas Guðmundsson, sem ræddi lið 4.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.10 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.10.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 201303049

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

4.2.Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 201303050

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

4.3.Kröflulína III, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301260

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs á þann veg að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II. Auglýsing lýsingar og kynning hefur farið fram samkvæmt 30. grein skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun dags. 06.03.2013.
Aðalsteini Inga Jónssyni í tölvupósti dags. 15.03.2013.

Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemd við lýsinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga. Geri Skipulagstofnun ekki athugasemd við tillöguna verði hún auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Með hliðsjón af athugasemd Aðalsteins Inga Jónssonar, varðandi aðkomuleið að línustæði austan Jökulsár á Dal, er skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga frá framkvæmdaaðila um fyrirhugaða aðkomuleið og leggja þær fyrir fund skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SHR)

4.4.Beiðni um breytingu á skráningu íbúðarhúss í gistihúsnæði.

Málsnúmer 201303132

Erindi dagsett 25.04.2013 þar sem Jónas Guðmundsson kt.080346-3019 óskar eftir að skráningu á íbúðarhúsinu á Hrafnabjörgum III, fastanúmer 217-2357, sem er í endurbyggingu, verði breytt úr íbúðarhúsnæði í gististað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 2 voru fjarverandi (J.G og SBS)

4.5.Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

Málsnúmer 201302040

Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum. Fyrir liggja svör frá umsagnaraðilum.
Málið var áður á dagskrá 13.03.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirhugaða staðsetningu brúar og vegstæðis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fyrir liggur uppdráttur af breyttri legu vatnsverndarsvæðisins frá Þórólfi H. Hafstað hjá Íslenskum orkurannsóknum. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera óverulegar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og deiliskipulaginu fyrir svæðið í samræmi við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Umgengni á lóðum

Málsnúmer 201303141

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var umgengni á íbúðarlóðum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda lóðarhöfum þeirra íbúðalóða, þar sem umgengni er ábótavant og uppfyllir ekki reglur, bréf með kröfu um úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201303142

Erindi í tölvupósti dagsett 20.03.2013 þar sem Hrafnkell Elísson kt.031177-5109 sækir um stöðuleyfi fyrir 100 m2 fjallaskála, sem er í byggingu á planinu við verkstæði HT húsa að Miðási 37. Áformað er að húsið verði flutt á sinn stað í Fjallaskarði um mánaðarmótin júní-júlí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkirbæjarstjórn að veita stöðuleyfi fyrir bygginguna. Stöðuleyfið er veitt til 1. ágúst 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201303055

Í vinnslu.

4.9.Umsókn um byggingarleyfi bílskúr

Málsnúmer 201303150

Í vinnslu.

4.10.Ljósabúnaður í mastri á Eiðum

Málsnúmer 201303001

Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og bendir á að í grein 7.2.4 í byggingarreglugerð stendur m.a. " Lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar".

Bæjarstjórn ítrekar kröfur sínar þess efnis að eigandi ljósabúnaðar á langbylgjumastrinu á Eiðum, sjái um að gert verði við búnaðinn strax.

Jafnframt kallar bæjarstjórn enn á ný eftir því að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld til að ræða þetta mál og önnur sem tengjast starfsemi RUV á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 55

Málsnúmer 1303016

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.9 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.9.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Verkferlar Búfjáreftirlits

Málsnúmer 201303131

Lagt fram til kynningar.

5.2.Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102

Lögð fram tillaga að breytingu á vinnuframlagi nemenda við Vinnuskólann. Tilagan felur í sér óbreytt laun og möguleika á auka vinnuviku fyrir þá sem standa sig vel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Göngur merktra laxfiska í Lagarfljóti árin 2010-2012

Málsnúmer 201302082

Lagt fram til kynningar.

5.4.55.fundur Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201303022

Lagt fram til kynningar.

5.5.Fundargerð 62.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs/Ársreikningur 2012

Málsnúmer 201303002

Lagt fram til kynningar.

5.6.Fundargerð 63.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201303111

Lagt fram til kynningar.

5.7.Beiðni um flutning sauðfjár milli býla.

Málsnúmer 201303106

Fyrir liggur beiðni um flutning sauðfjár frá Hryggstekk yfir á Arnhólsstaði í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra nr. 60/2000 séu uppfyllt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

5.9.Reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins

Málsnúmer 201302184

Fyrir liggja drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við drögin en leggur áherslu á að Umhverfisstofnun nýti framsalsheimild þá er tilgreind er í drögunum til framsals verkefna heim í hérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Frumvarp til laga um vatnalög/Til umsagnar

Málsnúmer 201303076

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um vatnalög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi þess að málið er í biðstöðu á Alþingi, gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við frumvarpið að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.