Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201303020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Björn Ingimarsson í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Egilsstöðum, í stað Eddu Egilsdóttur sem beðist hefur lausnar frá stjórnarsetu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Björn Ingimarsson í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Egilsstöðum, í stað Eddu Egilsdóttur sem beðist hefur lausnar frá stjórnarsetu. Jafnframt að Björn fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Dvalarheimilisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra, frá 20. mars 2013 og ársreikningur frá 2012 lagt fram til kynningar.

Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs til frekari umræðu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.