Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

228. fundur 27. mars 2013 kl. 16:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Til fundarins mættu: Hlynur Gauti Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson og Cherry Curl til að fylgja eftir erindi þeirra varðandi eyðijörðina Hrjót í Hjaltastaðaþinghá og Gröf.

Bæjarráð samþykkir að skoða málið áfram og vísa því til næsta fundar.

2.Félag landeigenda við Lagarfljót

Málsnúmer 201303122

Undir þessum lið mættu Pétur Elísson, Jóhann Gísli Jóhannsson og Eyjólfur Ingvason, sem fulltrúar landeigenda við Lagarfljót, til að fara yfir stöðuna, varðandi landbrot og vatnaflutninga um farveg Lagarfljótsins.

3.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsa tölur úr bókhaldinu.

Lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.

Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB. Samþykkt að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.

Tekin fyrir bókun fræðslunefndar um orkumál í Brúarásskóla. Bæjarráð samþykkir með handaupréttingu að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að bregðast við beiðni fræðslunefndar og fara vel yfir málið og möguleika á úrbótum, meðal annars með tilliti til hugsanlegrar nýtingar vindorku, sólarorku eða annarra raforkukosta.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, þar sem tilkynn er um arðgreiðslu vegna ársins 2012. Upphæð Fljótsdalshéraðs, að frádregnum fjármagnstekjuskatti nemur um 5,2 milljónum.

Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna. Samþykkt að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.

4.Fundargerð 146. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201303107

Með vísan til bókunar í fundargerðinni vegna launa fyrir fundarsetu og fl. er bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 20.03.2013

Málsnúmer 201303108

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð Reiðhallarinnar,4.3.2013

Málsnúmer 201303086

Fram kom að bæjarstjóri hefur átt fundi með atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um málefni Reiðhallarinnar ehf. og er að vænta niðurstöðu úr þeim viðræðum fljótlega eftir páska.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201303020

Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra, frá 20. mars 2013 og ársreikningur frá 2012 lagt fram til kynningar.

Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs til frekari umræðu.

8.Samstarfssamningur um stefnumótun í málefnum ungs fólks

Málsnúmer 201303083

Lagður fram til kynningar undirritaður samstarfssamningur um stefnumótun í málefnum ungs fólks. Að samningum standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Rannsóknir og greining, Háskólinn í Reykjavík og sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð.

Samningurinn gildir fyrir árin 2013 til og með 2016.

Bæjarráð fagnar því að búið er að ganga frá samningum og vonast til að þær rannsóknir sem þar er samið um nýtist þeim sem vinna að málefnum barna og unglinga í sveitarfélaginu, þeim til hagsbóta.

9.Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201301106

Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

10.Frumvarp til laga um lífeyrisréttindi/Til umsagnar

Málsnúmer 201303057

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði hjá nefndarsviði Alþingis, dags. 13.mars 2013, með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning.

Bæjarráð mun ekki veita umsögn að svo komnu máli.

11.Frumvarp til laga um vatnalög/Til umsagnar

Málsnúmer 201303076

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndarsviðs Alþingis, dags. 14. mars 2013 með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu.

Bæjarráð mun ekki veita umsögn að svo komnu máli.

12.Vinabæjamót í Sorö 14.-16. júní 2013

Málsnúmer 201208021

Lagt fram boðsbréf og dagskrá vegna vinabæjamóts í Sorö 14-16.júní 2013.

Bæjarráð samþykkir að Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson ásamt mökum verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu. Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á framfæri við gestgjafana.

13.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lagðar fram bókanir frá Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi, þar sem sveitarstjórnirnar taka jákvætt í að skoða breytt fyrirkomulag við stjórnun og rekstur safnanna.

Þá liggja fyrir jákvæð svör allra sveitarfélaganna, utan Vopnafjarðarhrepps, en þaðan hefur ekki borist svar enn.

14.Bréf til Bæjarráðs

Málsnúmer 201303078

Bæjarráð sér ekki ástæðu til að bregðast við erindum sem berast óundirrituð og án upplýsinga um sendanda.

15.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lögð fram þau erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 15. mars sl. . Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þeim til meðferðar hjá viðkomandi starfsmönnum og nefndum.

Fundi slitið - kl. 19:45.