- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Lögð fram drög að samstarfssamningi um byggðasamlag vegna Minjasafnsins, en málinu var vísað til bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög.
Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans.
Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.
Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fram hafa komið ábendingar frá safnstjóra Minjasafns Austurlands um að rétt sé að endurskoða ákvæði stofnsamnings fyrir Minjasafnið í heild sinni, m.a. með vísan til nýrra safnalaga sem tóku gildi 1. janúar sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði afgreiðslu málsins.