Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201301106

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Fram hafa komið ábendingar frá safnstjóra Minjasafns Austurlands um að rétt sé að endurskoða ákvæði stofnsamnings fyrir Minjasafnið í heild sinni, m.a. með vísan til nýrra safnalaga sem tóku gildi 1. janúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Lögð fram drög að samstarfssamningi um byggðasamlag vegna Minjasafnsins, en málinu var vísað til bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Lögð fram drög að samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands, milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi, þó með fyrirvara um minniháttar breytingu á 7. lið hans. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.