Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

170. fundur 06. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Katla Steinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að fela fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og skipulag skólaaksturs og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Verkefnastjóri umhverfismála fór á fundi nefndarinnar yfir þá liði þjónustukönnunar sem snúa að starfssviði umhverfis- og héraðsnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir þá tillögu nefndarinnar að starfsmönnum verði falið að útbúa netkönnun á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og leita eftir tillögum og hugmyndum íbúa um úrbætur í umhverfismálum og umhirðu og nýtingu opinna svæða. Bæjarráði falið að taka málið fyrir sbr. afgreiðslu í lið 3.6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla nefndarinnar að öðru leyti staðfest.

1.3.Fundargerð búfjáreftirlits

Málsnúmer 201212050

Lagt fram til kynningar.

1.4.Ramsarsvæði á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201301188

Í vinnslu.

1.5.Starfsáætlun 2013

Málsnúmer 201210065

Lagt fram til kynningar.

1.6.Frumvarp til laga um náttúruvernd

Málsnúmer 201301175

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd frá umhverfis- samgöngunefnd Alþingis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar munu ekki verða gerðar sérstakar athugasemdir við frumvarpið af hálfu Fljótsdalshéraðs, en vísað er til boðaðra athugasemda frá SSA og Sambandi sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

1.7.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 201301173

Fyrir umhverfis- og héraðsnefnd lágu fundargerðir 3. fundar NA 2012 og 1. fundi NA 2013.

Vísað er til liðar 4.2 í þessari fundargerð.

1.8.54.fundur Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301101

Lagt fram til kynningar.

1.9.Vinnuhópur um refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201301191

Lagt fram til kynningar.

1.10.Laufás Hjaltastaðaþinghá /Kaup á jörð

Málsnúmer 201301153

Eftirfarandi tillaga lög fram:

Þar sem unnið er að því að afla gagna varðandi málið, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild í því um leið og þau liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180

Málsnúmer 1301011

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201301154

Fyrir fundinum liggur tillaga frá fræðslunefnd um að sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar verði frá og með 15. júlí til og með 9. ágúst 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn dagsetningarnar. Sumarlokun annarra leikskóla fylgir þeim hefðum sem þar eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd sem lýsir áhyggjum sínum yfir því að ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins virðist dala nokkuð milli kannana og telur að bregðast þurfi eftir föngum við þeirri gagnrýni sem fram kemur í könnuninni.

Bæjarráði falið að taka málið fyrir sbr. bókun undir lið 3.6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Í vinnslu.

2.4.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Í vinnslu.

2.5.Orkumál - Brúarásskóli

Málsnúmer 201301158

Í vinnslu.

2.6.Sorphirðudagatöl 2013

Málsnúmer 201210032

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

2.7.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095

Lagt fram til kynningar.

2.8.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201211107

Í vinnslu.

3.Félagsmálanefnd - 112

Málsnúmer 1301006

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2012

Málsnúmer 201205203

Í vinnslu hjá félagsmálanefnd.

3.2.Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201301084

Eftirfarandi tillaga lögð fram

Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn breyttar reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, eins og þær lágu fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2012

Málsnúmer 201301176

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.4.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2012

Málsnúmer 201301177

Lagt fram til kynningar.

3.5.Verkefni skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks á árinu 2013

Málsnúmer 201301043

Lagt fram til kynningar.

3.6.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Lagt fram til kynningar.

4.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 34

Málsnúmer 1301008

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Skautasvell

Málsnúmer 201301103

Lagt fram til kynningar.

4.2.Evrópa unga fólksins og fundur ungmennahúsa á Íslandi í Reykjavík 18. og 19. janúar

Málsnúmer 201301104

Í vinnslu.

4.3.Önnur mál

Málsnúmer 201301105

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu ungmennaráðs felur bæjarstjórn atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að kanna hvort stálpaðir krakkar geti keypt sér far með bíl á vegum skíðadeildar Hattar sem flytur skíðakrakkana á æfingar, ef laus sæti eru í þeim bíl, eða bílum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundir bæjarstjórnar 2013

Málsnúmer 201302002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fundir bæjarstjórnar árið 2013 verði eins og venja er fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði. Fundur sem eftir því skipulagi ætti að vera 1. maí verði þó færður aftur um eina viku og aðrir fundir einnig sem því nemur þann mánuð.

Sumarleyfi bæjarstjórar hefjist að afloknum fundi þann 19. júní en fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 21. ágúst.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fundur bæjarstjórnar þann 17. apríl verði haldinn á Hallormsstað og fundur bæjarstjórnar 4. september verði haldinn í Brúarási. Í kjölfar fundanna verði haldnir opnir borgarafundir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.1.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224

Málsnúmer 1301009

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.4 Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.4. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 2.4, 2.9 og 2.12. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði 2.4 og vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.9. Úrskurðaði forseti um vanhæfi hennar. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.9 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.9 og lið 2.10.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Aðalfundur Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf.

Málsnúmer 201301035

Lagt fram til kynningar.

6.2.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti á fundi bæjarráðs viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum. Andvirði hlutafjárins renni í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Fundargerð stjórnar SSA nr.4 2012-1013

Málsnúmer 201301107

Lögð fram til kynningar.

6.4.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 16.01.2013

Málsnúmer 201301159

Lögð fram til kynningar.

6.5.Laufás 3, beiðni um niðurrif

Málsnúmer 201210102

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.6.Laufás Hjaltastaðaþinghá /Kaup á jörð

Málsnúmer 201301153

Vísað til liðar 4.13.

6.7.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Lagt fram til kynningar.

6.8.Hóll í Hjaltastaðaþinghá, umleitan um leigu

Málsnúmer 201209134

Drög að leigusamningi um íbúðarhúsið á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, ásamt skilgreindri lóð umhverfis það.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.9.Umsókn um kaup á jörðinni Gröf

Málsnúmer 201210002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar erindi umsækjanda, en telur að ekki sé rétt að selja viðkomandi jörð að svo stöddu. Bæjarstjórn lýsir vilja sínum til þess að skoðaðir verði frekari möguleikar á nýtingu jarðarinnar í tengslum við útivist og friðlýsingu hluta hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (EA)

6.10.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagt fram til kynningar.

6.11.Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201301106

Í vinnslu.

6.12.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201205180

Fyrir fundinum lá niðurstaða vinnuhóps sem bæjarstjórn skipaði og var ætlað að fara ofan í það með hvaða hætti þeirri þjónustu sem sinnt er af Skólaskrifstofu Austurlands (SKA), verð best fyrir komið til lengri framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með hliðsjón af því sem fram hefur komið hjá vinnuhópnum telur bæjarstjórn að ekki sé ástæða til að gera grundvallarbreytingar á skipulagi þeirrar þjónustu sem sinnt er af SKA í dag.

Lagt er til að myndaður verði nýr vinnuhópur sem fái það hlutverk að gera tillögur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins. Jafnframt skal vinnuhópurinn, sjái hann ástæðu til að koma með tillögur að breytingum og/eða þróun á þjónustu SKA.

Bæjarstjórn samþykkir að vinnuhópur verði skipaður bæjarstjóra, er stýri starfi hópsins, fræðslufulltrúa, leikskólafulltrúa, félagsmálastjóra, einum starfsmanni félagsþjónustu, stjórnendum grunn- og leikskóla sveitarfélagsins, formanni fræðslunefndar, formanni félagsmálanefndar og einum fulltrúa tilnefndum sameiginlega af L og D lista.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að hafa umsjón með starfi hópsins. Á næsta fundi bæjarráðs verði staðfestar tilnefningar í hópinn og starfsáætlun hans lögð fyrir. Stefnt verði að því að vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir lok maí 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lagt fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 88

Málsnúmer 1301015

Til máls tóku: Sigvaldi H. Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.10 og úrskurðaði forseti um vanhæfi hennar. Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi lið 3.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.4. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 3.4 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.4.

Fundargerðin staðfest.

8.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201301257

Til fundarins mættu Gunnar Sigbjörnsson formaður atvinnumálanefndar og Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar og kynntu bæjarstjórn starfsáætlanir umræddra nefnda.

Einnig tók Gunnar Jónsson til máls undir þessum lið.

8.1.Fundargerð 107. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201301157

Lagt fram til kynningar.

8.2.Eyvindará, beiðni um stöðuleyfi

Málsnúmer 201106139

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

8.3.Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði

Málsnúmer 201102140

Erindi dags. 07.01.2013 þar sem Jón Geir Pétursson og Guðríður Þorvarðardóttir f.h. umhverfisráðherra, óska eftir að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og upplýsi ráðuneytið sem fyrst um afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bæjarstjóra er falið að svara framangreindu erindi og kalla eftir afstöðu ráðuneytisins til nokkurra þátta í niðurstöðum starfshóps um stækkunina, m.a. um þörf á fleiri starfsmönnum á austursvæði þjóðgarðsins í kjölfar stækkunarinnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarstjórn að fengnum viðbrögðum ráðuneytisins.

Samþykkt með handauppréttingu.með 6 atkv. 2 á móti (ÁK. RRI) og 1 sat hjá (KS)

8.4.Tilkynning um stofnun Minjastofnunar Íslands

Málsnúmer 201301160

Lagt fram til kynningar.

8.5.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi framkominna athugasemda tekur bæjarstjórn undir með skipulags- og mannvirkjanefnd um að finna leiðir til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana.

Bæjarráði er falið að taka málið upp á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar að öðru leyti staðfest.

8.6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201301187

Í vinnslu.

8.7.Iðavellir lóðamál

Málsnúmer 201301021

Í vinnslu.

8.8.Þórsnes, stækkun efnistökusvæðis

Málsnúmer 201207048

Í vinnslu.

8.9.Eyvindará 2,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201210040

Erindi dags. 05.10.2012 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, f.h. Ófeigs Pálssonar kt.080850-2049, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Eyvindará 2.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II ásamt athugasemdum við grenndarkynningu sem eru:
Athugasemd dags. 16.01.2013 frá Erlu Vilhjálmsdóttur, Sigrúnu M. Vilhjálmsdóttur og Agnesi Brá Birgisdóttur.
Athugasemd frá Þorsteini Jökli Vilhjálmssyni og Hrefnu Frímann dagsett 22.01
og athugasemd frá Bóasi Eðvaldssyni f.h.Eyvindarár ehf. dags.23.01.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að komið verði til móts við framkomnar athugasemdir. Að öðru leyti er vísað í niðurstöðu fundar skipulags- og mannvirkjanefndar með íbúum þann 28.12.2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SB)

8.10.Deiliskipulag hjúkrunarheimili og kirkja

Málsnúmer 201110098

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.11.2012 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Norðvestursvæði Egilsstaða á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 10.09.2012 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 28.11.2012 til 10.01.2013 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 10.01.2013 ein athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dags. 01.12.2012, þar sem gerð er athugasemd við kafla 3.3.3 þar sem segir að plön við olíudælu að Miðvangi 12 skuli vera malbikuð eða hellulögð. Gerð hefur verið leiðrétting á kafla 3.3.3 til samræmis við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, ásamt skilmálum, verði samþykkt óbreytt og tillagan send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt með handauppréttingu.með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.

9.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 52

Málsnúmer 1301014

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. og ræddi sérstaklega liði 4.1 og 4.4.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal

Málsnúmer 201301189

Í vinnslu.

9.2.Hreindýratalning norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201301190

Skýrsla frá Landsvirkjun um hreindýratalningar norðan Vatnajökuls 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og þakkar greinagóða skýrslu. Athyglisvert er að fylgjast á þennan hátt með breytingum á hegðunarmynstri dýranna milli ára. Bæjarstjórn hvetur til þess að áfram verði fylgst með stofninum og ítrekar mikilvægi þess að ríkið tryggi Náttúrustofu Austurlands sérgreint fjármagn sem nægir til að standa undir því lögbundna hlutverki sínu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

9.3.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 19:30.