Evrópa unga fólksins og fundur ungmennahúsa á Íslandi í Reykjavík 18. og 19. janúar

Málsnúmer 201301104

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 10.01.2013

Halldór kynnti lauslega fyrir fundarmönnum verkefnið Evrópa unga fólksins, þar sem um er að ræða styrkjakerfi sem ungt fólk getur sótt í með hugarefni sín og oft hægt að fá stóra styrki fyrir hin ýmsu verkefni. Halldór mun fara á fund ungmennahúsa á Íslandi en þar verður m.a. námskeið í gerð umsókna. Hann mun geta verið innan handar við umsóknargerð ef slíkt kemur upp.