Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201301154

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 21.01.2013

Fyrir fundinum liggur tillaga um að sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar verði frá og með 15. júlí til og með 9. ágúst 2013. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessar dagsetningar. Sumarlokun annarra leikskóla fylgir þeim hefðum sem þar eru.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Fyrir fundinum liggur tillaga frá fræðslunefnd um að sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar verði frá og með 15. júlí til og með 9. ágúst 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn dagsetningarnar. Sumarlokun annarra leikskóla fylgir þeim hefðum sem þar eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.