Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Óðinn Gunnar Óðinsson mætti til fundarins undir þessum lið og kynnti m.a. fund sem haldinn verður annað kvöld á Arnhólsstöðum, en þar verður fjallað um stöðu félagsheimilisins og rætt um mögulega nýtingu þess til framtíðar.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir lágu greinargerðir frá félagsheimilunum á Iðavöllum, Hjaltalundi og gamla barnaskólanum á Eiðum vegna útleigu á húsunum árið 2012. Þar sem ekki hefur borist greinargerð frá Arnhólsstöðum er málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur að skipa þriggja manna starfshóp til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum fyrir skömmu.

Tilnefningunni vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Vísað frá 225.fundi bæjarráðs; tilnefningu þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Tilnefning þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildi Rós Indriðadóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggja drög að samningi um félagsheimilið Arnhólsstöðum, frá starfshópi sveitarfélagsins um málið.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að starfshópurinn klári gerð samningsins við Kvenfélag Skriðdæla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Lagður fram samningur við kvenfélag Skriðdæla um leigu á félagsheimilinu Arnhólsstöðum. Leigusamningurinn er ótímabundinn og gildir frá 1. janúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að undirrita samninginn fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.