- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Lagt fram til kynningar.
Fyrir lágu greinargerðir frá félagsheimilunum á Iðavöllum, Hjaltalundi og gamla barnaskólanum á Eiðum vegna útleigu á húsunum árið 2012. Þar sem ekki hefur borist greinargerð frá Arnhólsstöðum er málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir bæjarráði liggur að skipa þriggja manna starfshóp til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum fyrir skömmu.
Tilnefningunni vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Vísað frá 225.fundi bæjarráðs; tilnefningu þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.
Tilnefning þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildi Rós Indriðadóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Óðinn Gunnar Óðinsson mætti til fundarins undir þessum lið og kynnti m.a. fund sem haldinn verður annað kvöld á Arnhólsstöðum, en þar verður fjallað um stöðu félagsheimilisins og rætt um mögulega nýtingu þess til framtíðar.