Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

225. fundur 13. febrúar 2013 kl. 16:00 - 21:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Katla Steinsson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjárhagslegar upplýsingar úr bókhaldinu, bæði varðandi rekstur ársins 2012 og 2013.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.

Bæjarráð staðfesti samninginn fyrir sitt leyti.

Björn kynnti erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið. Samþykkt með handauppréttingu að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.

2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034


Fjárhagsáætlun 2014.

Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 86

Málsnúmer 1301017

Fundargerðin staðfest.

3.1.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023

Sjá lið 4.1.

3.2.Hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvar á Valgerðarstöðum

Málsnúmer 201301219

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og telur mikilvægt að sú uppbygging, sem átt hefur sér stað, ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem myndast hefur með rekstri þessarar stöðvar, glatist ekki úr sveitarfélaginu. Einnig er mikilvægt að verja þá nýsköpun og þróun sem áætlanir félagsins byggjast á. Bæjarráð staðfestir með handauppréttingu afgreiðslu atvinnumálanefndar um að Gróðrarstöðinni Barra ehf verði lagt til hlutafé allt að kr. 5.000.000, sem tekið verður úr atvinnumálasjóði. Skilyrði er að lágmarks hlutafé náist.

4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87

Málsnúmer 1302002

Fundargerðin staðfest.

4.1.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023

Katla Steinsson vék af fundi við umræðu þessa liðar.

Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar og þar verði rædd málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar og hugmyndir henni tengdar.

Í vinnslu.

4.2.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Bæjarráð fagnar störfum atvinnumálanefndar við að kynna tækifæri til atvinnusköpunar á Fljótsdalshéraði og hvetur hana til að vinna áfram að eflingu atvinnulífs í sveitarfélaginu.

4.3.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032

Í vinnslu.

4.4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Í vinnslu.

4.5.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2013

Málsnúmer 201301010

Afgreiðsla atvinnumálanefndar staðfest.

4.6.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030

Á fundi atvinnumálanefndar gerði formaður grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahnjúkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðisins verulega.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að málinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.7.Nordiske træbyer

Málsnúmer 201204102

Lagt fram til kynningar.

5.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 25.01.2013

Málsnúmer 201301218

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 11.02.2013

Málsnúmer 201302033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 140. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201301229

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð 141. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201301230

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 142. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201302001

Varðandi bókun í fundargerðinni um vatnsaga á suðursvæði felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

10.Fundargerð 143. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201302045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir SO 2013

Málsnúmer 201301244

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að ársreikningi félagsins.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

12.Fundargerð 803.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201302037

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga undir lið 3 í fundargerðinni, varðandi hlutdeild sveitarfélaga í skráningargjöldum nýrra fasteigna.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

13.Aðalfundur Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf.

Málsnúmer 201301035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248

Lagt fram bréf, dagsett 28.janúar 2013, undirritað af Guðnýju Láru Ingadóttur, fyrir hönd Jóns Geirs Péturssona, þar sem beðið er um ábendingar við viðfangsefnið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í bréfinu og koma þeim á framfæri við bréfritara.

15.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lagt fram bréf frá Ólafi Valgeirssyni formanni stjórnar Hérðasskjalasafnsins, þar sem fulltrúa bæjarráðs er boðið til fundar við stjórn Héraðsskjalasafnsins sem í bréfinu er áætlaður að verði 6. febrúar.

Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar gerðu grein fyrir fundi með stjórn Héraðsskjalasafnsins sem haldinn var 6. feb. sl.

Bæjarráð þakkar fundinn, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveigarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.

16.Atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201302015

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags.4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundinum. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum svæðisráðs til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.

17.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagður fram tölvupóstur frá húseigendum í Norðurtúni 23 með beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna skemmda á íbúð.
Einnig lagt fram bréf sem ÍAV sendi íbúum í Túnahverfi á Egilsstöðum og Melbrún og Melbrekku á Reyðarfirði, ásamt skýrslu um ástand húsa.

Varðandi bréf ÍAV er bæjarstjóra falið að óska eftir því við fulltrúa Íslenskra Aðalverktaka að þeir komi og kynni niðurstöður úttektar og mögulegar úrlausnir á fundi með íbúum hverfisins.

Varðandi erindi íbúa Norðurtúns 23 sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja erindið eins og það liggur fyrir. Bæjarráð bendir þó á þann möguleika að óska má eftir endurmati fasteignarinnar. Byggingarfulltrúa falið að setja sig í samband við viðkomandi húseiganda og upplýsa þá um það ferli.

18.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga,449.mál. /Til umsagnar

Málsnúmer 201302010

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, hjá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 4.febrúar 2013, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga, 449.mál.

Vísað er til boðaðra umsagna SSA og Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið.

19.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 204.mál /Til umsagnar

Málsnúmer 201302013

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, hjá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 4.febrúar 2013, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204.mál.

Vísað er til boðaðra umsagna SSA og Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið.

20.Frumvarp til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174.mál /Til umsagnar

Málsnúmer 201302014

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, hjá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 4.febrúar 2013, með beiðni um umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174.mál

Bæjarráð Fljótsdalshérað telur þá hugmynd sem fram kemur í tillögunni allsendis ótímabæra og að skynsamlegra og hagkvæmara sé að nýta það fjármagn sem til staðar er til að byggja upp, styrkja og markaðssetja þá millilandaflugvelli sem þegar eru í landinu. Benda má tillöguflytjendum á að fleiri en ein aðkomuleið er að Vatnajökulsþjóðgarði og millilandaflugvelli er að finna bæði norðan hans og austan.

21.Beiðni um lækkun á fasteignaskatti

Málsnúmer 201302016

Lagt fram bréf frá Vilhjálmi Einarssyni, dagsett 31.1.2013, þar sem farið er fram á ívilnun vegna fasteignagjalda.

Varðandi beiðni um lækkun fasteignagjalda sér bæjarráð ekki fært að verða við erindinu, með vísan til reglna um fasteignagjöld.

22.Eignarhaldsfélagið Fasteign, tilkynning um breytingu á félagaformi

Málsnúmer 201302017

Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 1.febrúar 2013, frá Bjarna Aðalgeirssyni hdl. f.h. Eignarhaldsfélagsins Fasteignar þar sem tilkynnt er um breytingu á félagaformi.

Á hluthafafundi í félaginu 24. janúar sl. var samþykkt að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi við 132. gr. hlutafjárlaga nr. 2/1995.

23.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Fyrir bæjarráði liggur að skipa þriggja manna starfshóp til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum fyrir skömmu.

Tilnefningunni vísað til næsta fundar bæjarráðs.

24.Vinabæjarmót í Sorö 14.-16.júní 2013

Málsnúmer 201208021

Bæjarráð leggur til að tveir fulltrúar Fljótsdalshéraðs ásamt mökum, fari sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjarmót sem halda á í Sorö í Danmörku 14. - 16. júní nk.

Einnig kynnt tillaga um inntöku Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna, en fyrrum vinabær keðjunnar í Finnlandi Suolahti sameinaðist öðrum sveitarfélögum fyrir nokkrum árum og fylgdi þeim í aðra vinabæjarkeðju.

Bæjarráð samþykkir inntöku Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna.

25.Tilkynning um nýjan eiganda á leiguhúsnæði/Skógarlönd 3b

Málsnúmer 201302027

Lagt fram til kynningar.

26.Frumvörp til laga um búfjárhald og velferð dýra /til umsagnar

Málsnúmer 201302032

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6.febrúar 2012 með tillögum Sambandsins vegna breytinga á frumvörpum til laga um búfjárhald og dýravelferð.

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við að einstök sveitarfélög hafi ekki fengið umrædd frumvörp til umsagnar með eðlilegum fyrirvara, en 8. febrúar er bréfið vegna beiðni um athugasemd við frumvarpið dagsett og umsögn skal skila í dag 13. febrúar.

27.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs hafa tekið fyrir niðurstöður þjónustukönnunar Capasent Gallup, sem gerð var um mánaðarmótin október - nóvember sl.

Bæjarráð óskar eftir að fyrir næsta fundi liggi bókanir allra nefnda um málið ásamt niðurstöðum könnunarinnar.

28.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201205180

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi, Ólöf Ragnarsdóttir leikskólafulltrúi, Guðrún Frímannsdóttir félagsmálafulltrúi, Eygló Sigurvinsdóttir starfsm. félagsmálanefndar.Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri, Íris Randversdóttir skólastjóri, Sverrir Gestsson, skólastjóri, Stefanía Malen Stefánsdóttir skólastjóri, Guðný Anna Þóreyjardóttir leikskólastjóri, Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri, Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar, Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og Ragnhildur Rós Indriðadóttir tilnefnd sameiginlega af L og D lista.

29.Hóll í Hjaltastaðaþinghá, umleitan um leigu

Málsnúmer 201209134

Kynnt drög að leigusamningi sem gerð hafa verið á grundvelli áður samþykktra útgangspunkta.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti með handauppréttingu.

30.Laufás Hjaltastaðaþinghá /Kaup á jörð

Málsnúmer 201301153

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mælir með því að Guðmundur Karl Sigurðsson fái keypta ríkisjörðina Laufás í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, auk Nýbýlalands 3. Hann hefur setið jörðina lengur en sjö ár og þar með öðlast kauprétt á henni. Guðmundur hefur verið með lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar í Laufási frá því hann fékk jörðina leigða. Jörðin hefur verið vel setin þann tíma og var hún nýlega skoðuð af landskoðunarmönnum. Í Laufási er rekið blandað bú og eru ábúendur með fasta búsetu þar.

31.Búfjáreftirlit

Málsnúmer 201302035

Bæjarráð beinir því til framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoðað verði í samráði við héraðsdýralækni, hvort ástæða er til aukaskoðunarferða búfjáreftirlitsmanna í sveitarfélaginu.

32.Tjarnarskógur - Skógarland - húsnæðismál

Málsnúmer 201302044

Kynntar þær niðurstöður sem fram eru komnar vegna þakefnis í byggingu leikskólans við Skógarlönd.

Í niðurstöðum Þorsteins Erlingssonar húsasmíðameistara kemur eftirfarandi fram:

Við leit okkar að myglu notuðum við sömu aðferðir og vinnubrögð og notuð voru í rannsóknum í Norðurtúni á Egilsstöðum og víðar í húsum sem ÍAV byggði.

Tekin voru 8 göt inn í loftrými þaksins á ýmsum stöðum, loftun athuguð og mæld með reykprófi.

Öndunin var í lagi í öllum tilfellum.

Engin mygla sjáanleg í röramyndavél í neinu af þessum götum, engin lykt eða annað sem gæfi til kynna myglu inni í rýminu.

Miðað við reynslu af fyrri rannsóknarverkefnum þá er hægt að ganga út frá því að þakið sé ómyglað.

33.Þjónusta vegna andláts,kistulagninga- og útfara í umdæmi HSA á Egilsstöðum

Málsnúmer 201302083

Bæjarráð leggur til að kannaðir verði möguleikar á því að finna líkgeymslu og kapellu stað í norðurenda núverandi byggingar HSA í tengslum við aðkomu sjúkrabíla og nýbyggingu hjúkrunarheimilis.

34.Uppbygging ljósnets á landsbyggðinni

Málsnúmer 201302084

Bæjarráð fagnar á þessari jákvæðu þróun í fjarskiptamálum á landsbyggðinni, en bendir á hvað Fljótsdalshérað varðar, nauðsyn þess að hraðað verði uppbyggingu til annarra staða, svo sem þéttbýlisins á Hallormsstað sem og í dreifbýli sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 21:15.