Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 11.03.2013

Atvinnumálanefnd samþykkir að atvinnumálasjóður standi straum að kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Jafnframt felur atvinnumálanefnd starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til 5. apríl 2013.

Samþykkt með samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Bæjarráð staðfestir bókun atvinnumálanefndar þess efnis að atvinnumálasjóður standi straum að kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1.250.000.

Jafnframt er starfsmanni atvinnumálanefndar falið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til 5. apríl 2013.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs þess efnis að atvinnumálasjóður standi straum af kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 1.250.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 08.04.2013

Fyrir liggja fjórar umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur var til 5. apríl 2013.

Nefndin frestar afgreiðslu umsókna til næsta fundar.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 22.04.2013

Fyrir liggja fjórar umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur var til 5. apríl 2013.

Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 2.388.250, en til úthlutunar voru kr. 1.250.000.

Atvinnumálanefnd samþykkir að veita styrki til eftirfarandi verkefna:
- Undirbúningur árlegs viðburðar á Fljótsdalshéraði sem kallast Veiðimessa / Umsækjandi Austurför kr. 350.000
- Þróun sérhæfðs vélbúnaðar fyrir Control2Net lausn félagsins / Umsækjandi Rational Network ehf kr. 500.000
- Uppbygging á stafrænni fjölmiðlun á Fljótsdalshéraði og Austurlandi / Umsækjandi Austurfrétt ehf kr. 200.000
- Vinna við frumathugun á arðsemi þess að nýta sérhæfðar vélar til fellingar skóga / Umsækjendur Borgþór Jónsson og Kristján Már Magnússon kr. 188.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Stefán Bogi Sveinsson og Karl Lauritzson viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð staðfestir tillögu atvinnumálanefndar að úthlutun styrkja úr atvinnumálasjóði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu atvinnumálanefndar að úthlutun styrkja úr atvinnumálasjóði.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 voru fjarverandi (SBS og KL)