Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

87. fundur 11. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Jóhann Gísli Jóhannsson vék af fundi kl. 17.55.

1.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.


Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar og 11. febrúar 2013.

Atvinnumálanefnd óskar eftir frekari gögnum um áætlanir Húss handanna svo hægt sé að taka afstöðu til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012. Könnunin var áður til umfjöllunar í atvinnumálanefnd 7.1. 2013.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8.1. 2013.

Í könnuninni kemur m.a. fram að atvinnumál og atvinnutækifæri er sá málaflokkur sem horft er mest til við val á búsetu og ákvörðun um brottflutning.

Atvinnumálanefnd bendir á að ýmis tækifæri til atvinnusköpunar eru á Fljótsdalshéraði. Nefndin mun halda áfram að vinna að því að vekja athygli á kostum svæðisins og þeim möguleikum sem fyrir hendi eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu verkefnisins, sem hefur það markmið að styrkja og auka sóknarfæri í verslun og ferðaþjónustu á Héraði.

5.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2013

Málsnúmer 201301010Vakta málsnúmer

Starfsmanni falið að sækja um styrki til Vaxtarsamnings Austurlands og Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030Vakta málsnúmer

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahjúnkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Atvinnumálanefnd telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðins verulega.

Atvinnumálanefnd leggur til að bæjarráð vísi málinu til aðalskipulagsgerðar sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu með fjórum atkvæðum gegn einu (KB).

7.Nordiske træbyer

Málsnúmer 201204102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf frá verkefninu Nordiske træbyer.

Fundi slitið - kl. 18:30.