Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 86. fundur - 04.02.2013

Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.

Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar 2013.

Á fundinn undir þessum sat Lára Vilbergsdóttir sem kynnti starfsemina og framtíð verkefnisins.

Afgreiðslu atvinnumálanefndar frestað til næsta fundar sem haldinn verður 11. febrúar.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 11.02.2013

Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.


Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar og 11. febrúar 2013.

Atvinnumálanefnd óskar eftir frekari gögnum um áætlanir Húss handanna svo hægt sé að taka afstöðu til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Katla Steinsson vék af fundi við umræðu þessa liðar.

Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar og þar verði rædd málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar og hugmyndir henni tengdar.

Í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Til fundarins mætti Karl S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Austurbrúar, til að ræða ýmis mál sem tengjast Upplýsingamiðstöðinni. Einnig sat Óðinn Gunnar Óðinsson fundinn undir þessum lið.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 11.03.2013

Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.
Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar og 11. febrúar 2013.

Eftirfarandi bókað:

Nefndin telur mikilvægt að Hús handanna styðji við listsköpun, handverk og hönnun á svæðinu.

Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að það skoði aðkomu að Húsi handanna með allt að 1.5 milljóna framlagi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Að fjármögnun fyrirtækisins verði lokið í samræmi við fyrirliggjandi áætlun eigi síðar en 31. maí 2013.
  • Rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins liggi betur fyrir.
  • Að húsnæðismál fyrirtækisins skýrist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Með vísan til bókunar atvinnumálanefndar er samþykkt að óska eftir samstarfi við Austurbrú um vinnu við framtíðarfyrirkomulag á rekstri upplýsingamiðstöðvar og tengslum hennar við Hús handanna og aðrar þær hugmyndir sem uppi hafa verið.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi bæjarráðs með starfshópi sem stjórn Austurbrúar hefur skipað um málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lagt fram erindi frá Stefaníu G. Kristinsdóttur, fyrir hönd Húss Handanna, með ósk um fund með fulltrúum sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum Húss handanna.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun atvinnumálasjóðs og leggur til að verkefnið verði styrkt af atvinnumálasjóði með framlagi upp á kr. 1.5 milljón, að því gefnu að áætlanir forsvarsmanna fyrirtækisins um söfnun hlutafjár gangi eftir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar bæjarráðs styður bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að verkefnið verði styrkt af atvinnumálasjóði með framlagi upp á kr. 1.5 milljón, að því gefnu að áætlanir forsvarsmanna fyrirtækisins um söfnun hlutafjár gangi eftir.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 samhljóða atkvæðum. 1 var fjarverandi (GI)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Lögð fram til kynningar greinargerð frá forsvarsmönnum Húss handanna, auk ályktunar frá auka aðalfundi félagsins sem haninn var 11. nóv. sl. ásamt fylgigögnum.

Bæjarráð samþykkir með vísan til bókunar atvinnumálanefndar frá 8. apríl sl. að Húsi handanna verði veittur styrkur úr atvinnumálasjóði að fjárhæð 1.500.000 kr. til að markaðssetja, kynna og selja Austfirskt handverk og hönnun. Óskað er eftir því að skilað verði greinargerð um ráðstöfun fjárins fyrir árslok 2014. Skilyrði fyrir greiðslu styrksins er að staðfest verði ný inngreiðsla hlutafjár að minnsta kosti jafn há þessari upphæð. Bæjarstjóra veitt heimild til að ganga frá greiðslu styrksins þegar staðfesting á framangreindu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Lögð fram til kynningar greinargerð frá forsvarsmönnum Húss handanna, auk ályktunar frá auka aðalfundi félagsins sem haldinn var 11. nóv. sl. ásamt fylgigögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar atvinnumálanefndar frá 11. mars sl. þar sem aðkoma sveitarfélagsins er skilyrt eftirfarandi:

Að fjármögnun fyrirtækisins verði lokið í samræmi við fyrirliggjandi áætlun eigi síðar en 31. maí 2013.

Rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins liggi betur fyrir.

Að húsnæðismál fyrirtækisins skýrist.

samþykkir bæjastjórn eftirfarandi:
Áhersla er lögð á að styrkveiting er sérstaklega ætluð til að markaðssetja, kynna og selja Austfirskt handverk og hönnun. Óskað verði eftir því að skilað verði greinargerð um ráðstöfun fjárins fyrir árslok 2014. Skilyrði fyrir greiðslu styrksins, auk framangreinds, er að staðfest verði ný inngreiðsla hlutafjár utanað komandi aðila að minnsta kosti jafn há þeirri fjárhæð sem sveitarfélagið leggur fram.
Bæjarstjórn fagnar áformum um að austfirskar vörur verði til sölu og sýningar hjá Around Iceland í Reykjavík.

Þar sem að enn liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um framtíðar húsnæðismál fyrirtækisins og aukningu utanaðkomandi hlutafjár, vísar bæjarstjórn erindinu aftur til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en einn var fjarverandi (PS)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að greiða út umræddan 1,5 milljón kr. styrk að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

Að fyrir liggi samningur um viðunandi húsnæði fyrir verslunina fyrir árið 2014.

Að staðfesting á viðbótarhlutafjárgreiðslu utanaðkomandi aðila að fjárhæð a.m.k. 1,5 milljónir króna liggi fyrir.

Samþykkt samhlóða með handauppréttingu.