- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201301023
Fyrir liggur bréf frá Húsi handanna, undirritað af Láru Vilbergsdóttur, til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs með beiðni um kaup á hlutafé í félaginu til uppbyggingar sölumiðstöðvar Húss handanna á Egilsstöðum.
Málið áður á dagskrá atvinnumálanefndar 7. janúar 2013.
Á fundinn undir þessum sat Lára Vilbergsdóttir sem kynnti starfsemina og framtíð verkefnisins.
Afgreiðslu atvinnumálanefndar frestað til næsta fundar sem haldinn verður 11. febrúar.
Málsnúmer 201301219
Fyrir liggur erindi, dagsett 22.1. 2013, undirritað af Skúla Björnssyni framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, varðandi hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvar á Valgerðarstöðum í Fellum.
Málinu vísað frá bæjarráði 23.1. 2013, til atvinnumálanefndar.
Skúli Björnsson sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir áætlunum félagsins.
Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að sú uppbygging, sem átt hefur sér stað, ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem myndast hefur með rekstri þessarar stöðvar, glatist ekki úr sveitarfélaginu. Nefndin telur einnig mikilvægt að verja þá nýsköpun og þróun sem áætlanir félagsins byggjast á og því leggur Atvinnumálanefnd til að Gróðrastöðinni Barra ehf verði lagt til hlutafé allt að kr. 5.000.000.
Fundi slitið - kl. 19:15.