- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201302124
Málsnúmer 201303025
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bæjarskrifstofunum verði lokað í tvær vikur á sumarleyfistíma með svipuðum hætti og gert hefur verið síðustu tvö ár. Lokunartíminn verði frá og með 22. júlí og til og með 5. ágúst 2013. Símsvörun þessar tvær vikur verður þó með hefðbundnum hætti og reynt að bregðast við mjög aðkallandi erindum eftir föngum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201206130
Gunnar Jónsson gerði grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.
Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.
Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201102140
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst ekki gegn hugmyndum um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á Austursvæði, er fram koma í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 7. janúar 2013, enda leiði slík stækkun til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með m.a.:
· Fjölgun heilsársstarfa á svæðinu m.a. með stöðu hálendisfulltrúa er sinni fræðslu og eftirliti á því landsvæði er vinnuhópur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að verði hluti þjóðgarðsins í fyrsta skrefi, auk þess að aðstoða við skipulag svæðisins.
· Fjölgun landvarðarstarfa yfir sumarmánuðina og fram á haust.
· Að kynning á starfsemi og umfangi þjóðgarðsins verði efld á Egilsstöðum, sem eru gatnamót umferðar ferðamanna og annarra til og frá á Austurlandi.
Jafnframt leggur bæjarráð Fljótsdalshéraðs áherslu á að almenn sátt verði tryggð við nærsamfélagið og hagsmunaaðila um umgengni í landi þjóðgarðsins enda sé slík sátt lykillinn að farsælli þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Málsnúmer 201303027
Lagður fram tölvupóstur, dags.7.mars 2013 frá Sigríði K. Þorgrímsdóttur f.h. Byggðastofnunar, þar sem lýst er eftir ábendingum um handhafa "Landstólpans" 2013, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar.
Bæjarráð samþykkir fela bæjarstjóra að senda inn ábendingu í samræmi við umræður á fundinum.
Málsnúmer 201212016
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi á vegum sveitarfélagsins, sem haldinn var með íbúum og fulltrúum ÍAV sl. þriðjudag.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að niðurstaða fáist, svo hægt sé að fara í framkvæmdir við endurbætur strax með vorinu.
Málsnúmer 201303020
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Björn Ingimarsson í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Egilsstöðum, í stað Eddu Egilsdóttur sem beðist hefur lausnar frá stjórnarsetu.
Málsnúmer 201211102
Lögð fram bréf Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fjarðabyggðar þar sem sveitarstjórningar samþykkja fyrir sitt leyti að stjórnun safnanna verði tekin til skoðunar, enda verði það gert með hliðsjón af reglum og skyldum safnanna, lögum um þau og með hagkvæmni í rekstri þeirra í huga.
Enn er beðið viðbragða frá Vopnafjarðarhreppi, Djúpavogshreppi og Breiðdalshreppi, við samhljóða erindum.
Málsnúmer 201303012
Lagt fram bréf frá Flugfélagi Íslands, dags.26.febrúar 2013 þar sem gerð er grein fyrir afslætti flugkortshafa fyrir árið 2013.
Bæjarráð mótmælir harðlega þeim aðferðum sem Flugfélag Íslands beitir varðandi veitta afslætti til flugkortshafa, en þar eru veltutengd viðmið hækkuð, en samtímis er prósentulegur afsláttur lækkaður. Er nú svo komið að afsláttur sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs hefur lækkað í prósentum talið um nær helming frá því viðskipti með flugkort hófust.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir viðræðum við flugfélag sem er reiðubúið til þess að hefja áætlunarflug á flugleiðinni Egilsstaðir - Reykjavík á hagstæðari kjörum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201203046
Lagt fram erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dags.1. mars 2013, boð á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem hadin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars n.k.
Bæjarráð þakkar gott boð og munu fulltrúar bæjarstjórnar taka þátt í ráðstefnunni, eftir því sem þeir hafa tök á. Einnig mælist bæjarráð til þess að fulltrúar skipulags- og mannvirkjanefndar leitist við að mæta á ráðstefnuna, þar sem þema hennar verður "Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga"
Málsnúmer 201303004
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.dagsett 28. febrúar 2013 varðandi áhuga sveitarfélagsins Tukums í Lettlandi á samstarfi.
Bæjarráð telur að svo stöddu sé ekki færi á að bæta við það erlenda samstarf sem sveitarfélagið tekur þegar þátt í.
Málsnúmer 201302030
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 20.02.2013, þar sem fagnað er ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að setja hálendisveg norðan Vatnajökuls í aðalskipulagsferli.
Málsnúmer 201211104
Lögð fram samantekt fræðslufulltrúa vegna skólaaksturs í dreifbýli.
Bæjarráð samþykkir að vísa samantektinni til fundar bæjrráðs 10. apríl þar sem teknar verið til umfjöllunar almenningssamgöngur bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Jafnframt liggi fyrir á þeim fundi tölulegar upplýsingar um tekjur og gjöld varðandi umræddan akstur.
Málsnúmer 201303035
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Málsnúmer 201302140
Málinu frestað, þar sem gestir sem ætluðu að koma á fundinn forfölluðust.
Málsnúmer 201303026
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Málsnúmer 201303007
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Málsnúmer 201303011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Málsnúmer 201302185
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201211033
Í vinnslu
Málsnúmer 201302034
Í vinnslu.
Málsnúmer 201303014
Í vinnslu.
Málsnúmer 201211032
Bæjarráð staðfestir bókun atvinnumálanefndar þess efnis að atvinnumálasjóður standi straum að kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1.250.000.
Jafnframt er starfsmanni atvinnumálanefndar falið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til 5. apríl 2013.
Málsnúmer 201301023
Með vísan til bókunar atvinnumálanefndar er samþykkt að óska eftir samstarfi við Austurbrú um vinnu við framtíðarfyrirkomulag á rekstri upplýsingamiðstöðvar og tengslum hennar við Hús handanna og aðrar þær hugmyndir sem uppi hafa verið.
Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi bæjarráðs með starfshópi sem stjórn Austurbrúar hefur skipað um málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar.
Málsnúmer 201212063
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 1303002
Fundargerðin staðfest.
Málsnúmer 201301002
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir ýmis mál sem tengjast uppgjöri ársins 2012.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Ásgarði hf til Flugleiðahótela ehf. Kaupverð hefur þegar verið greitt.
Bæjarstjóri kynnti viðræður við Karl Lauritzson vegna vinnu við viðskiptaáætlun fyrir fjarskiptaverkefni. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Karl þar um.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjárðarhrepp.
Fundi slitið - kl. 21:15.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.