Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201203046

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Lagt fram erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dags.1. mars 2013, boð á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem hadin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars n.k.

Bæjarráð þakkar gott boð og munu fulltrúar bæjarstjórnar taka þátt í ráðstefnunni, eftir því sem þeir hafa tök á. Einnig mælist bæjarráð til þess að fulltrúar skipulags- og mannvirkjanefndar leitist við að mæta á ráðstefnuna, þar sem þema hennar verður "Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga"

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Lagt fram erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dags.1. mars 2013, boð á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem haldin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn þakkar gott boð og munu fulltrúar bæjarstjórnar taka þátt í ráðstefnunni, eftir því sem þeir hafa tök á. Einnig mælist bæjarstjórn til þess að fulltrúar skipulags- og mannvirkjanefndar leitist við að mæta á ráðstefnuna, þar sem þema hennar verður "Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga"

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Til máls undir þessum lið tók: Björn Ingimarsson.

Lagt fram til kynningar erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dag. 2. apríl 2013 með ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn vill þakka skipuleggjendum og þátttakendum á ráðstefnunni kærlega fyrir komuna. Fulltrúar frá sveitarfélaginu sóttu hluta ráðstefnunnar og var hún fróðleg og ýmislegt sem þar kom fram sem sveitarfélög geta nýtt sér í sínum verkefnum. Bæjarstjórn tekur undir ályktun ungmenna sem samþykkt var á ráðstefnunni og heitir því að leitast við að tryggja virka þátttöku ungmenna í ákvarðanatöku innan sveitarfélagsins, m.a. í gegnum starf Ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.