Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

173. fundur 20. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227

Málsnúmer 1303001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.2.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Í vinnslu.

1.2.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjarðarhrep á grundvelli hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88

Málsnúmer 1303002

Fundargerðin staðfest.

1.4.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

Málsnúmer 201212063

Lagt fram til kynningar.

1.5.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

Málsnúmer 201301023

Í vinnslu.

1.6.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs þess efnis að atvinnumálasjóður standi straum af kynningarefni um kosti sveitarfélagsins til atvinnusköpunar og fjárfestingar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 1.250.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Umsókn í atvinnumálasjóð/Borgþór og Kristján

Málsnúmer 201303014

Í vinnslu.

1.8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

1.9.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Í vinnslu.

1.10.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 27.02.2013

Málsnúmer 201302185

Lagt fram til kynningar.

1.11.Fundargerð stjórnar SSA nr.5 2012-1013

Málsnúmer 201303011

Lagt fram til kynningar.

1.12.Fundargerð stjórnar Reiðhallarinnar 23.01.2013

Málsnúmer 201303007

Lagt fram til kynningar.

1.13.Fundargerð 804.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201303026

Lagt fram til kynningar.

1.14.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2013

Málsnúmer 201302124

Lagt fram til kynningar.

1.15.Fundargerð 145. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201303035

Lagt fram til kynningar.

1.16.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Í vinnslu.

1.17.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030

Lagt fram til kynningar.

1.18.Samstarfsumleitun frá sveitarfélaginu Tukums Lettlandi

Málsnúmer 201303004

Bókun bæjarráðs staðfest.

1.19.Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201203046

Lagt fram erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dags.1. mars 2013, boð á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem haldin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn þakkar gott boð og munu fulltrúar bæjarstjórnar taka þátt í ráðstefnunni, eftir því sem þeir hafa tök á. Einnig mælist bæjarstjórn til þess að fulltrúar skipulags- og mannvirkjanefndar leitist við að mæta á ráðstefnuna, þar sem þema hennar verður "Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga"

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.20.Flugkort/afsláttur

Málsnúmer 201303012

Lagt fram bréf frá Flugfélagi Íslands, dags.26.febrúar 2013 þar sem gerð er grein fyrir afslætti flugkortshafa fyrir árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn mótmælir harðlega þeim aðferðum sem Flugfélag Íslands beitir varðandi veitta afslætti til flugkortshafa, en þar eru veltutengd viðmið hækkuð, en samtímis er prósentulegur afsláttur lækkaður. Er nú svo komið að afsláttur sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs hefur lækkað í prósentum talið um nær helming frá því viðskipti með flugkort hófust.

Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir viðræðum við flugfélag sem er reiðubúið til þess að hefja áætlunarflug á flugleiðinni Egilsstaðir - Reykjavík á hagstæðari kjörum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.21.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lagt fram til kynningar.

1.22.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201303020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Björn Ingimarsson í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Egilsstöðum, í stað Eddu Egilsdóttur sem beðist hefur lausnar frá stjórnarsetu. Jafnframt að Björn fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Dvalarheimilisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.23.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagt fram til kynningar.

1.24.Landstólpinn 2013

Málsnúmer 201303027

Bókun bæjarráðs staðfest.

1.25.Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði

Málsnúmer 201102140

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs leggst ekki gegn hugmyndum um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á Austursvæði, er fram koma í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 7. janúar 2013, enda leiði slík stækkun til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með m.a.:

· Fjölgun heilsársstarfa á svæðinu m.a. með stöðu hálendisfulltrúa er sinni fræðslu og eftirliti á því landsvæði er vinnuhópur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að verði hluti þjóðgarðsins í fyrsta skrefi, auk þess að aðstoða við skipulag svæðisins.

· Fjölgun landvarðarstarfa yfir sumarmánuðina og fram á haust.

· Að kynning á starfsemi og umfangi þjóðgarðsins verði efld á Egilsstöðum, sem eru gatnamót umferðar ferðamanna og annarra til og frá á Austurlandi.

Jafnframt leggur bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs áherslu á að almenn sátt verði tryggð við nærsamfélagið og hagsmunaaðila um umgengni í landi þjóðgarðsins enda sé slík sátt lykillinn að farsælli þróun þjóðgarðsins til framtíðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.26.Fundargerð samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar

Málsnúmer 201206130

Á fundi bæjarráðs gerði Gunnar Jónsson grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.

Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.27.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201303025

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að Bæjarskrifstofunum verði lokað í tvær vikur á sumarleyfistíma með svipuðum hætti og gert hefur verið síðustu tvö ár. Lokunartíminn verði frá og með 22. júlí og til og með 5. ágúst 2013. Símsvörun þessar tvær vikur verður þó með hefðbundnum hætti og reynt að bregðast við mjög aðkallandi erindum eftir föngum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 91

Málsnúmer 1303008

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagt fram til kynningar.

2.2.Umsókn um stækkun byggingalóðar

Málsnúmer 201303039

Erindi dagsett 8.3.2013 þar sem Sigþór Arnar Halldórsson kt.150863-3689 fyrir hönd Yls ehf. kt. 430497-2199, sækir um stækkun á byggingarlóðinni Fagradalsbraut 15 um 482 m2 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Einnig er sótt um að fá að reisa sjálfsafgreiðslubensínstöð á lóðinni, með tveimur afgreiðsludælum og er framkvæmdin unnin í samstarfi við Atlantsolíu ehf. kt.590602-3610.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn stækkun á lóðinni um 482 m2 og að gatnagerðargjöld verði innheimt af þeirri stækkun.

Bæjarstjórn samþykkir einnig að reist verði sjálfsafgreiðslubensínstöð á lóðinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Lagarás 2-12, deiliskipulag

Málsnúmer 200803034

Í vinnslu.

2.4.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201302156

Lagt fram til kynningar.

2.5.Bæjarstjórnarbekkurinn 150213

Málsnúmer 201303038

Í vinnslu.

2.6.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155

Í vinnslu.

2.7.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

2.8.Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

Málsnúmer 201302040

Í vinnslu.

2.9.Minnispunktar vegna skoðunarferðar í íþróttahús 19.2.2013

Málsnúmer 201303052

Í vinnslu.

2.10.Beiðni um framlengingu á starfsleyfi/stöðuleyfi vegna starfsmannaaðstöðu

Málsnúmer 201303051

Erindi dags. 07.03.2013 þar sem Unnar Elísson fyrir hönd Myllunnar ehf. kt.460494-2309, óskar eftir framlengingu á starfsleyfi/stöðuleyfi vegna starfsmannaaðstöðu að Miðási 16, Egilsstöðum sbr. mál nr. SB060281 dags. 11.9.2006 til eins árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gefa stöðuleyfi fyrir umræddar starfsmannabúðir til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 54

Málsnúmer 1303007

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

3.2.Samningur um landshlutaverefni í skógrækt 2013

Málsnúmer 201302157

Lagt fram til kynningar.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 183

Málsnúmer 1303006

Fundargerðin staðfest.

4.1.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Í vinnslu.

4.2.Gjaldskrár á fræðslusviði

Málsnúmer 201303033

Í vinnslu.

4.3.Frumdrög að uppgjöri fyrir stofnanir á fræðslusviði 2012

Málsnúmer 201303034

Lagt fram til kynningar.

4.4.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Lagt fram til kynningar.

4.5.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201211107

Í vinnslu.

4.6.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Lagt fram til kynningar.

4.7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

5.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 17

Málsnúmer 1301021

Fundargerðin staðfest.

5.1.Tillaga skólastjóra um skipulagsbreytingu (Hallormsstaðaskóli)

Málsnúmer 201301249

Afgreiðsla skólanefndar staðfest.

6.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 18

Málsnúmer 1303009

Fundargerðin staðfest.

6.1.Hallormsstaðaskóli - nemendamál, kynnt á fundinum

Málsnúmer 201208063

Lagt fram til kynningar.

6.2.Beiðni um heimild til rannsóknarvinnu vegna meistaraprófsverkefnis

Málsnúmer 201303041

Lagt fram til kynningar.

6.3.Uppgjör 2012 - frumdrög

Málsnúmer 201303040

Lagt fram til kynningar.

6.4.Fjárhagsáætlun 2014 - vinnuferli

Málsnúmer 201303042

Í vinnslu.

6.5.Starfsemi Skólaskrifstofu Austurlands - erindi vísað til skólanefndar frá sveitarstjórn Fljótsdalshr

Málsnúmer 201303043

Lagt fram til kynningar.

6.6.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálanefnd - 114

Málsnúmer 1303011

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun:

Fundargerðin staðfest.

7.1.Jafnréttismál

Málsnúmer 201303070

Lagt fram til kynningar.

7.2.Gjaldskrá heimaþjónustu 2013

Málsnúmer 201302102

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn staðfestir breytta gjaldskrá heimaþjónustu. Breytingarnar taka gildi 1. júní nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Starfsáætlun Stólpa 2013

Málsnúmer 201303061

Lagt fram til kynningar.

7.4.Yfirlit yfir umgang og eðli barnaverndarmála 2012

Málsnúmer 201303063

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.5.Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201302088

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.6.Starfslýsing heimaþjónustu

Málsnúmer 201303065

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.7.Yfirlit yfir stöðu launa fyrstu tvo mánuði 2013

Málsnúmer 201303064

Lagt fram til kynningar.

7.8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

7.9.Beiðni um fund með barnaverndarnefnd

Málsnúmer 201301233

Lagt fram til kynningar.

7.10.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Í vinnslu.

8.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45

Málsnúmer 1303003

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.4, 8.7 og 8.11.

Fundargerðin staðfest.

8.1.19.Unglingalandsmót UMFÍ 2016

Málsnúmer 201302073

Lagt fram til kynningar.

8.2.5.landsmót UMFÍ 50 árið 2015

Málsnúmer 201302074

Lagt fram til kynningar.

8.3.Landsmóts UMFÍ 28. 2017 og 29. 2021

Málsnúmer 201302072

Lagt fram til kynningar.

8.4.Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016

Málsnúmer 201303017

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5. mars 2013, þar sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016, á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar styður bæjarstjórn fyrirhugaða umsókn UÍA um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Fljótsdalshéraði 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

8.6.Harmonikufélag Héraðsbúa - Beiðni um að halda sumarhátíð í íþróttasalnum í Fellabæ

Málsnúmer 201303013

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

8.7.Hvatning til sveitarfélaga frá UMFÍ

Málsnúmer 201301235

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar 2013.

Jafnframt liggja fyrir svör þriggja skólastjóra um afnot íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar leggur bæjarstjórn til við fræðslunefnd að gerð sé samræmd gjaldskrá fyrir gistingu íþrótta- og æskulýðshópa sem auðveldi þessum aðilum að sækja sveitarfélagið heim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.8.Menningarlandið 2013

Málsnúmer 201302136

Lagt fram til kynningar.

8.9.Samningur við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303010

Samningur Fljótsdalshéraðs og Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs rann út um síðustu áramót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að ganga frá samningi við golfklúbbinn með sömu ákvæðum og var í síðasta samningi. Samningurinn gildi út árið 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.10.Umsókn um ferðastyrk til Runavíkur 2013

Málsnúmer 201303008

Í vinnslu.

8.11.Notkun Kickup Energy effect í íþróttamannvirkjum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303019

Til umræðu var Kickup Energy sem er vara sem seld er í litlum baukum sem innihalda poka sem svipa til umbúða utan um munntóbak. Varan fæst í ýmsum bragðtegundum og er seld í matvöruverslunum og víðar. Á bauknum stendur að varan sé ekki æskileg fólki undir 16 ára aldri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og samþykkir að banna notkun þessarar vöru og annarra hliðstæðra tegunda í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins, með sama hætti og gildir um áfengi og tóbak. Forsvarsmenn íþróttafélaga eru hvattir til að upplýsa félagsmenn um mögulegar afleiðingar af notkun slíkra efna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Eyrún Arnardóttir, Sigrún Blöndal, Páll Sigvaldason, Stefán Bogi Sveinsson, Árni Kristinsson, Sigvaldi Ragnarsson, Karl Lauritzson og Gunnar Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshérað mótmælir harðlega þeim nöturlegu skilaboðum sem felast í samningi fjármálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sem undirritaður var á Reykjavíkurflugvelli þann 14. mars. Ráðstöfun á landi því sem um ræðir undir íbúabyggð skerðir notkunarmöguleika Reykjavíkurflugvallar og dregur úr möguleikum hans til að þjóna því mikilvæga hlutverki sem ætla verður vellinum til framtíðar, að tengja saman höfuðborgarsvæðið og aðrar byggðir landsins. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru ekki einkamál Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytisins og gera verður þá kröfu að unnið sé að málefnum vallarins í breiðri sátt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að yfirvöld samgöngumála beiti sér fyrir því að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á Reykjavíkurflugvelli. Skorað er á stjórnvöld að sú ráðstöfun sem hér um ræðir verði tekin til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.