Samningur við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303010

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 12.03.2013

Samningur Fljótsdalshéraðs og Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs rann út um síðustu áramót.

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að ganga frá samningi við golfklúbbinn með sömu ákvæðum og var í síðasta samningi. Samningurinn gildi út árið 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Samningur Fljótsdalshéraðs og Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs rann út um síðustu áramót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að ganga frá samningi við golfklúbbinn með sömu ákvæðum og var í síðasta samningi. Samningurinn gildi út árið 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.