Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

45. fundur 12. mars 2013 kl. 16:30 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.19.Unglingalandsmót UMFÍ 2016

Málsnúmer 201302073

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ, dagsett 7. febrúar 2013, þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina 2016.

Sjá bókun vegna máls nr 4, málsnúmer 201303017.

2.5.landsmót UMFÍ 50 árið 2015

Málsnúmer 201302074

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ, dagsett 7. febrúar 2013, þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Landsmóts UMFÍ 50 árið 2015.

Lagt fram til kynningar.

3.Landsmóts UMFÍ 28. 2017 og 29. 2021

Málsnúmer 201302072

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ, dagsett 7. febrúar 2013, þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Landsmóta UMFÍ 2017 og 2021.

Lagt fram til kynningar.

4.Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016

Málsnúmer 201303017

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5. mars 2013, þar sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016, á Fljótsdalshéraði.

Menningar- og íþróttanefnd styður fyrirhugaða umsókn UÍA um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Fljótsdalshéraði 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Harmonikufélag Héraðsbúa - Beiðni um að halda sumarhátið í íþróttasalnum í Fellabæ

Málsnúmer 201303013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 25. febrúar 2013, frá Harmonikufélagi Héraðsbúa með beiðni um að fá að halda sumarhátíð félagsins í íþróttasalnum í Fellabæ dagana 2. og 3. ágúst.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir fyrir sitt leiti beiðni harmonikufélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hvatning til sveitarfélaga frá UMFÍ

Málsnúmer 201301235

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar 2013.

Jafnframt liggja fyrir svör þriggja skólastjóra um afnot íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til við fræðslunefnd að gerð sé samræmd gjaldskrá fyrir gistingu íþrótta- og æskulýðshópa sem auðveldi þessum aðilum að sækja sveitarfélagið heim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Menningarlandið 2013

Málsnúmer 201302136

Fyrir liggur boðsbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 18. febrúar 2013, á ráðstefnuna Menningarlandið 2013 - framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem haldin verður 11.-12. apríl á Kirkjubæjarklaustri.

Lagt fram til kynningar.

9.Samningur við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303010

Samningur Fljótsdalshéraðs og Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs rann út um síðustu áramót.

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að ganga frá samningi við golfklúbbinn með sömu ákvæðum og var í síðasta samningi. Samningurinn gildi út árið 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um ferðastyrk til Runavíkur 2013

Málsnúmer 201303008

Fyrir liggur umsókn frá Hetti um styrk sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum.

Menningar- og íþróttanefnd frestar afgreiðslu þessa erindis og óskar eftir að formaður Hattar mæti á næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Notkun Kickup Energy effect í íþróttamannvirkjum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303019

Til umræðu var Kickup Energy sem er vara sem seld er í litlum baukum sem innihalda poka sem svipa til umbúða utan um munntóbak. Varan fæst í ýmsum bragðtegundum og er seld í matvöruverslunum og víðar. Á bauknum stendur að varan sé ekki æskileg fólki undir 16 ára aldri.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að neysla þessarar vöru sé óheimil í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Forsvarsmenn íþróttafélaga eru hvattir til að upplýsa félagsmenn um þessa vöru og mögulegar afleiðingar notkunar hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.