- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundinn undir þessum lið sat Davíð Sigurðarson formaður Hattar.
Fyrir liggur umsókn frá Hetti um styrk sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12, mars 2013.
Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja Íþróttafélagið Hött vegna ferðar félagsins til Runavíkur, um kr. 150.000, til að kynna sér og koma á samstarfi íþróttafélaga sveitarfélaganna um barna og ungmennastarf. Fjármagnið verði tekið af lið 06.89.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Á fundi menningar- og íþróttanefndar undir þessum lið sat Davíð Sigurðarson formaður Hattar.
Fyrir liggur umsókn frá Hetti um styrk sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. mars 2013.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja Íþróttafélagið Hött vegna ferðar félagsins til Runavíkur, um kr. 150.000, til að kynna sér og koma á samstarfi íþróttafélaga sveitarfélaganna um barna og ungmennastarf. Fjármagnið verði tekið af lið 06.89.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur umsókn frá Hetti um styrk sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum.
Menningar- og íþróttanefnd frestar afgreiðslu þessa erindis og óskar eftir að formaður Hattar mæti á næsta fund.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.