Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

46. fundur 09. apríl 2013 kl. 16:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Bókasafn Héraðsbúa

Málsnúmer 201303074

Á fundinn undir þessum lið sat Jóhanna G. Hafliðadóttir, forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa.

Jóhanna fór yfir helstu atriðin í ársskýrslu fyrir 2012.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að fela forstöðumanni Bókasafns Héraðsbúa að fara yfir bókakost tveggja gjafasafna. Það sem ekki nýtis bókasafninu verði auglýst til gjafar og afgangi fargað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 201207031

Fyrir liggur til kynningar starfsstefna Minjasafns Austurlands 2013-2017, ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir 2012.

Menningar- og íþróttanefnd þakkar forstöðumanni og stjórn safnsins fyrir greinargóða ársskýrslu og starfsstefnu.

3.Menningar- og íþróttanefnd, uppgjör 2012

Málsnúmer 201303101

Fyrir liggur til kynningar uppgjör 2012 vegna menningar- og íþróttanefndar.

4.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefna 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum og vísar þeim til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um styrk vegna lokaritgerðar um Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi

Málsnúmer 201303054

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 6. mars frá Evu Björk Káradóttur með umsókn um styrk vegna lokaritgerðar um Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að styrkja verkefnið en hefur áhuga á að skoða kaup á ritgerðinni þar sem þar er m.a. gert ráð fyrir tillögum um framtíðarskipulag hátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um styrk vegna Sumardvalar á Eiðum fyrir fólk með fötlun

Málsnúmer 201303157

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 26. mars 2013, frá Önnu K. Magnúsdóttur á Eiðum, með beiðni um styrk vegna Sumardvalar á Eiðum fyrir fólk með fötlun.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bjartur 2013 - Rathlaup í Jökuldalsheiði. Kynning og ósk um stuðning

Málsnúmer 201302019

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. febrúar 2013, með beiðni um stuðning við verkefnið Bjartur 2013, sem er ratleikur og fram fer á Egilsstöðum og í Fellabæ í júní og á Jökulsdalsheiði í lok ágúst. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 70.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Friðarhlaup um allt Ísland

Málsnúmer 201303144

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 23. mars 2013, undirritað af Torfa Suren Leóssyni f.h. Friðarhlaupsins, þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu en vísar óskum um staðsetningu fyrir tréð til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Move Week 2013

Málsnúmer 201303151

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf frá UMFÍ, undirritað af Sabínu S. Halldórsdóttur, þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Move Week, sem hefur það markmið að hvetja til hreyfingar. Verkefnið er á vegum International Sport and Culture Association en UMFÍ er samstarfsaðili.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu og felur starfsmanni að undirbúa það m.a. í samstarfi við íþróttafélög og stofnanir sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um ferðastyrk til Runavíkur 2013

Málsnúmer 201303008

Á fundinn undir þessum lið sat Davíð Sigurðarson formaður Hattar.

Fyrir liggur umsókn frá Hetti um styrk sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12, mars 2013.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja Íþróttafélagið Hött vegna ferðar félagsins til Runavíkur, um kr. 150.000, til að kynna sér og koma á samstarfi íþróttafélaga sveitarfélaganna um barna og ungmennastarf. Fjármagnið verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um styrk til að gera stuttmynd

Málsnúmer 201303047

Fyrir liggur bréf frá Auðdísi Tinnu Hallgrímsdóttur um styrk vegna gerðar stuttmyndar sem er lokaverkefni í kvikmyndagerð við franskan háskóla.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að styrkja verkefnið en er tilbúin að aðstoða umsækjanda vilji hún sýna myndina á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.