- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 23. mars 2013, undirritað af Torfa Suren Leóssyni f.h. Friðarhlaupsins, þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn þátttöku í verkefninu en vísar óskum um staðsetningu fyrir tréð til umhverfis- og héraðsnefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Friðarhlaup um allt Ísland
Fljótsdalshéraði var boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní n.k. þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.
Umhverfis- og héraðsnefnd fagnar erindinu og leggur til að trénu verði fundinn staður í Skjólgarðinum. Samþykkt með handauppréttingu.
Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 23. mars 2013, undirritað af Torfa Suren Leóssyni f.h. Friðarhlaupsins, þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.
Menningar- og íþróttanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu en vísar óskum um staðsetningu fyrir tréð til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.