Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

57. fundur 23. apríl 2013 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að bæta einum lið inn í dagskrána. Það er fjárhagsáæltun 2014 og verður númer 11 í dagskránni. Samþykkt með handauppréttingu.

1.Friðarhlaup um allt Ísland

Málsnúmer 201303144

Friðarhlaup um allt Ísland
Fljótsdalshéraði var boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní n.k. þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.

Umhverfis- og héraðsnefnd fagnar erindinu og leggur til að trénu verði fundinn staður í Skjólgarðinum. Samþykkt með handauppréttingu.

2.Bílastæði við Miðvang 6

Málsnúmer 201304079

Bílastæði við Miðvang 6
Erindi frá aðalfundi húsfélagsins að Miðvangi 6 þar sem bent er á skort á bílastæðum við við húsið og ósk um að mínígolfvöllurinn verði færður.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að uppbygging græns svæðis á lóðinni Miðvangi 8 hafi verið að ósk íbúa og fyrirtækjaeigenda í miðbænum. Þar að auki er mikilvægt að hafa vingjarnleg græn svæði í miðbænum þar sem fólk getur áð á. Nefndin vill sjá áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Að öðru leyti er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Samþykkt með handauppréttingu.

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem bent er á að í reglugerð nr. 990/2008 um útstreymisbókhald, kveður á um að urðunarstaðir sem taka við 10 tonnum af úrgangi á dag eða hafa heildarafkastagetu upp á 25.000 tonn á rekstartíma urðunarstaðarins, beri að skila útstreymisbókhaldi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að taka saman upplýsingarnar og senda Umhverfisstofnun.

Samþykkt með handauppréttingu..

4.Samfélagsdagur 2013

Málsnúmer 201304095

Samfélagsdagur 2013
Rætt um skipulag og tímasetningu samfélagsdags.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna verkefnið áfram í samráði við nefndina. Lagt er til að dagsetning samfélagsdagsins verði 25. maí n.k. Samþykkt með handauppréttingu.

5.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Hrjótur Hjaltastaðaþinghá
Erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd til þess að funda um landnýtingu á jörðinni Gröf í stað þess að leigusamningi um jörðina Hrjót verði sagt upp.

Umhverfis- og héraðsnefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur sem sinn fulltrúa. Samþykkt með handauppréttingu.

6.Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs haldinn 7.mars 2013

Málsnúmer 201303148

Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs haldinn 7.mars 2013

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir áhyggjum af áhrifum af auknu vatnsmagni í Lagarfljóti. Nefndin óskar jafnframt eftir að fulltrúar Landsvirkjunar komi á fund nefndarinnar og kynni skýrslu um vatsnborð í Leginum sem rætt er um í lið nr. 1 og skýrslu um lífríki Lagarfljóts sem rætt er um í lið nr. 4. Einnig verði tekinn til umfjöllunar minnismiði um mælingar í Lagarfljóti sumarið 2012.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar. Samþykkt með handauppréttingu.

Úlfar vék af fundi kl. 18:30.

7.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201304004

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Fyrir liggur tillaga að breytingum að stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að í lið 9.1 Verndarsvæði á bls 69 hefur "Vesturöræfi" verið breytt í "vestursvæði þjóðgarðsins." Vesturöræfi er örnefni á landsvæði vestan Snæfells sem er burðarsvæði hreinkúa. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við breytingarnar. Samþykkt með handauppréttingu.

8.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201209108

Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu fyrir 15. júní n.k. Að öðru leyti er málið ennþá í vinnslu.

9.Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

Málsnúmer 201304026

Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012.
Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun um Heiðargæsir á Snæfellsöræfum.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar vel unna skýrslu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

10.Hávellur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2012

Málsnúmer 201303130

Hávellur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2012.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar vel unna skýrslu. Nefndin lýsir yfir áhyggjum af fækkun kafanda á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði og óskar eftir að fylgjast áfram með þróun mála.

11.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fjárhagsáætlun 2014

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:30.