Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201304004

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Fyrir liggur tillaga að breytingum að stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að í lið 9.1 Verndarsvæði á bls 69 hefur "Vesturöræfi" verið breytt í "vestursvæði þjóðgarðsins." Vesturöræfi er örnefni á landsvæði vestan Snæfells sem er burðarsvæði hreinkúa. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við breytingarnar. Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Fyrir liggur tillaga að breytingum að stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á að í lið 9.1 Verndarsvæði á bls 69 hefur "Vesturöræfi" verið breytt í "vestursvæði þjóðgarðsins." Vesturöræfi er örnefni á landsvæði vestan Snæfells sem er burðarsvæði hreinkúa.
Að öðru leyti gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við breytingarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.