Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201209108

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 09.04.2013

Yfirfara náttúruverndarmál í sveitarfélaginu og kanna hvaða svæði möguleiki er á að koma í friðlýsingarferli

Í vinnslu

Eyrún vék af fundi 18:30

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Fulltrúar L og D lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að efnt verði til kynningarfundar um tillögur að friðlýsingu svæða í sveitarfélaginu. Þar verði fenginn fulltrúi frá Umhverfisstofnun sem geri grein fyrir þeim tillögum sem fram koma í náttúruverndaráætlun, auk þess sem þar fari fram kynning og umræða um mismunandi flokka friðlýsinga. Fulltrúar í umhverfis- og héraðsnefnd geri grein fyrir möguleikum sem ræddir hafa verið í nefndinni um friðlýst svæði. Fundurinn verði haldinn fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu fyrir 15. júní n.k. Að öðru leyti er málið ennþá í vinnslu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 28.05.2013

Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur ákveðið að breyta tímasetningu fundar um friðlýsingar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka. Nýr fundartími verður ákveðinn á fyrsta reglulega fundi nefndarinnar eftir sumarleyfi.

Samþykkt með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 22.04.2015

Tekin er upp bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 28. maí 2013 varðandi fyrirhugaðan fund um friðlýsingar.

Náttúruverndarnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu og felur starfsmanni að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna mögulega fundartíma. Að öðru leyti er málið ennþá í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Á fundi náttúruverndarnefndar var tekin upp bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 28. maí 2013 varðandi fyrirhugaðan fund um friðlýsingar.
´
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að náttúruverndarnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu og felur starfsmanni nefndarinnar að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna mögulegan fundartíma. Málið er að öðru leyti ennþá í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.