Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugðan fund um þjóðlendumál. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum þann 20.maí 2015.
Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.
Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Erindið var einnig á dagskrá 2. fundar náttúruverndarnefndar þann 12. janúar 2015.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.
Smþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá (LÞ).
Leifur lætur bóka eftirfarandi: Ég tel að rennsli út í Urriðavatn verði alltaf meira en 4 l/s og þess vegna séu forsendur fyrir umsögn Veiðimálastofnunar um mat á áhrifum á lífríki Urriðavatns brostnar.
Tekin er upp bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 28. maí 2013 varðandi fyrirhugaðan fund um friðlýsingar.
Náttúruverndarnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu og felur starfsmanni að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna mögulega fundartíma. Að öðru leyti er málið ennþá í vinnslu.
Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.