Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 290. fundur - 01.04.2015

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til upplýsinga og undirbúnings.
Gert er ráð fyrir því að fulltrúar í bæjarráði, ásamt formönnum og starfsmönnum framangreindra nefnda sitji umræddan fund.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til upplýsinga og undirbúnings.
Gert er ráð fyrir því að fulltrúar í bæjarráði, ásamt formönnum og starfsmönnum framangreindra nefnda sitji umræddan fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 22.04.2015

Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugðan fund um þjóðlendumál. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum þann 20.maí 2015.

Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22. fundur - 30.04.2015

Lögð fram tilkynning frá Forætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugðan fund á Egilsstöðum um þjóðlendumál, 20.maí 2015. Erindinu vísað frá bæjarráði 01.04.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd beinir því til fulltrúa í nefndinni og starfsmanna, að þeir sem hafi tök á mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugaðan fund á Egilsstöðum um þjóðlendumál, 20. maí 2015. Erindinu vísað frá bæjarráði 01.04. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis-og framkvæmdanefnd og beinir því til fulltrúa í nefndinni og starfsmanna, að þeir sem hafi tök á mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugaðan fund um þjóðlendumál. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum þann 20. maí 2015. Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.