Umhverfis- og framkvæmdanefnd

22. fundur 30. apríl 2015 kl. 17:00 - 20:26 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Undir liðum nr. 1 og 2 í dagskránni sátu fulltrúar frá Þjónustusamfélaginu, Ívar Ingimarsson, Markús Eyþórsson og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir. Einnig sat Óðinn Gunnar Óðinsson fundinn undir þessum liðum.

1.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Lagður er fram tölvupóstur dags.14.04.2015 þar sem óskað er eftir uppsetningu áfangastaðaskilta. Gerð og uppsetning skiltanna er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs (atvinnu- og menningarnefnd) og þónustusamfélagsins á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar um skiltin sem fyrirhugað er að setja upp á Fjarðarheiði og Eyvindarárdal þegar útlit skiltanna liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samfélagsdagur 2015

Málsnúmer 201503040

Vakin er aghygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu var spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið. Málið var áður á dagskrá 11.03.2015.
Lögð er fram tillaga um verkefni fyrir samfélagsdaginn 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að samfélagsdagurinn verði laugardaginn 30. maí.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að skipuleggja verkefnin og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Nefndin þakka gestum fyrir komuna.

3.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

Málsnúmer 201502039

Erindi dagsett 31.01.2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt.030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt.040452-4359 óska eftir að leita samninga við sveitarfélagið um kaup og ráðgjöf varðandi sumarblóm og umhirðu. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015. Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við Ástu Sigfúsdóttur og Kjartan Reynisson.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að gera drög að samningi og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samningur um minkaveiði á Norður-Héraði

Málsnúmer 201504082

Erindi í tölvupósti dagsett 10.04.2015 þar sem Boði Stefánsson kt.100562-4059 óskar eftir samningi um minkaveiði á Norður-Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera uppkast að samningi og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ósk um samning um refaveiði

Málsnúmer 201409031

Erindi í tölvupósti dagsett 03.09.2014 þar sem Hjörtur Magnason kt.110748-4429 og Boði Stefánsson kt.100562-4059 óska eftir samningi við sveitarfélagið vegna vetrarveiði á ref, í skothúsi þeirra á Skjöldólfsstöðum, Jökuldal.
Málið var áður á dagskrá 08.10.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera uppkast að samningi og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundir Náttúrustofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201501198

Lagður er fram 3. fundur Náttúrustofu Austurlands á árinu 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Lögð fram tilkynning frá Forætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugðan fund á Egilsstöðum um þjóðlendumál, 20.maí 2015. Erindinu vísað frá bæjarráði 01.04.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd beinir því til fulltrúa í nefndinni og starfsmanna, að þeir sem hafi tök á mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Úrskurður um sorphreinsunar- og eyðingargjald.

Málsnúmer 201504009

Lagður er fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna álagningar sorphreinsunar- og eyðingargjalds.

Lagt fram til kynningar.

9.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157

Erindi dagsett 26.03.2015 þar sem Stefán Sigurðsson kt.1707662969 óskar eftir samstarfi um rafvæðingu samgöngutækja á Fljótsdalshéraði. Markmiðið er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta þess í stað hreina íslenska orku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða bréfritara á næsta fund nefndarinnar til að upplýsa frekar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Sigurbjörg I. Flosadóttir kt.040353-3139, f.h. Hótel Eyvindará kt.450307-1570, óskar eftir leyfi til að setja upp vegvísi að Hótel Eyvindará við vegamót þjóðvega 92 og 93. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 16.04.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til umsagnar Vegagerðarinnar, þá hafnar umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skógarlönd 3C, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi.

Málsnúmer 201411159

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11.2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3, en samningurinn rann út árið 2012. Málið var áður á dagskrá 10.12.2014. Fyrir liggja gögn til upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindi VBS eignasafns þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Skógarlanda 3C verði hafnað og fasteignagjöld sem innheimt hafa verið af lóðinni frá því lóðarleigusamningur rann út, verði endurgreidd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði.

Málsnúmer 201504023

Erindi dagsett 30.03.2015 þar sem Hulda Hákonardóttir f.h. Samkeppniseftirlitsins óskar eftir upplýsingum vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Fyrir liggur samantekt Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. Umsögnina er að finna á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is. Málið var áður á dagskrá 08.04.2015.

Lagt fram til kynningar.

14.Þrif í stofnunum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201504078

Lögð er fram samantekt um þrif í stofnunum sveitarfélagsins, vegna fyrirspurnar nefndarmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að kalla eftir frekari greiningu, þannig að hægt sé að bera saman verkþætti milli stofnana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tjarnargarður göngustígur

Málsnúmer 201504081

Til umræðu er gerð göngustígs í Tjarnargarðinum, milli Laufskóga og Tjarnarlanda. Fyrir liggur tillaga um legu stígsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að trjágróður vestan við göngustíginn verði felldur/færður til að rýmka til fyrir stígnum, en í staðinn verði nýjum trjám plantað.

Já sögðu 4(GRE,ÁB,ÁK og PS)
Nei sagði 1 (EK).

Fundi slitið - kl. 20:26.