Samfélagsdagur 2015

Málsnúmer 201503040

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 05.03.2015 þar sem Óðinn Gunnar vekur aghygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu hafi verið spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að samfélagsdagurinn 2015 verði með sama sniði og 2014 og felur starfsmanni að taka saman verkefni sem vinna á og leggja fyrir seinni fund nefndarinnar í apríl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 05.03. 2015 þar sem Óðinn Gunnar vekur athygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu hafi verið spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samfélagsdagurinn 2015 verði með svipuðu sniði og síðustu ár og felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman verkefni sem vinna á og leggja fyrir seinni fund nefndarinnar í apríl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22. fundur - 30.04.2015

Vakin er aghygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu var spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið. Málið var áður á dagskrá 11.03.2015.
Lögð er fram tillaga um verkefni fyrir samfélagsdaginn 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að samfélagsdagurinn verði laugardaginn 30. maí.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að skipuleggja verkefnin og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Nefndin þakka gestum fyrir komuna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Vakin er athygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu var spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið. Málið var áður á dagskrá 11.03. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samfélagsdagurinn verði laugardaginn 30. maí.
Samþykkt að fela starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að skipuleggja verkefnin og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.