Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lagðar eru fram myndir til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hugað sé vel að umhverfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að sjá til þess að hafin verði vinna við tiltekt í þéttbýlinu og viðgerðir á kantsteinum o.fl. sem skemmst hefur á liðnum vetri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 17. fundur - 13.04.2015

Á fundinn undir þessum lið mættu Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Ívar Ingimarsson fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði. Þeim að lokum þakkaðar góðar umræður.

Ferðaþjónusta er hratt vaxandi atvinnugrein og mikilvæg fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin hvetur til þess að sveitarfélagið og fyrirtæki hugi sem fyrst að ásýnd og fegrun umhverfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lagðar eru fram myndir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hugað sé vel að umhverfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að sjá til þess að hafin verði sem fyrst vinna við tiltekt í þéttbýlinu og viðgerðir á kantsteinum o.fl. sem skemmst hefur á liðnum vetri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22. fundur - 30.04.2015

Undir liðum nr. 1 og 2 í dagskránni sátu fulltrúar frá Þjónustusamfélaginu, Ívar Ingimarsson, Markús Eyþórsson og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir. Einnig sat Óðinn Gunnar Óðinsson fundinn undir þessum liðum.
Lagður er fram tölvupóstur dags.14.04.2015 þar sem óskað er eftir uppsetningu áfangastaðaskilta. Gerð og uppsetning skiltanna er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs (atvinnu- og menningarnefnd) og þónustusamfélagsins á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar um skiltin sem fyrirhugað er að setja upp á Fjarðarheiði og Eyvindarárdal þegar útlit skiltanna liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að ferðaþjónusta er hratt vaxandi atvinnugrein og mikilvæg fyrir Fljótsdalshérað. Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og hvetur til þess að sveitarfélagið og fyrirtæki hugi sem fyrst að ásýnd og fegrun umhverfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Lagður er fram tölvupóstur dags.14.04.2015 þar sem óskað er eftir uppsetningu áfangastaðaskilta. Gerð og uppsetning skiltanna er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs (atvinnu- og menningarnefnd) og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 30.04.2015.

Málið er í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330. fundur - 15.02.2016

Lagt fram erindi frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016.

Bæjarráð þakkar þjónustusamfélaginu fyrir ýmsar góðar ábendingar og samþykkir að vísa áherslupunktunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til nánari umræðu og úrvinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Í bæjarráði var lagt fram erindi frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar þjónustusamfélaginu fyrir ýmsar góðar ábendingar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa áherslupunktunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til nánari umræðu og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að framkvæma það sem lýst er í liðum númer 3, 6,og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmönnum að framkvæma það sem lýst er í liðum númer 3, 6,og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.