Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

237. fundur 04. maí 2016 kl. 17:00 - 22:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Gunnar Jónsson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ester Kjartansdóttir varamaður
 • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
 • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201603060

Davíð Þór Sigurðarson formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Aðrir sem til máls tóku um starfsáætlunina voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn. Davíð Þór Sigurðarson, sem svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson og Davíð Þór Sigurðarson.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var lögð fyrir bæjarráð þann 25. apríl 2016 með þeim viðaukum (Viðauki 1) sem bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja fram. Auk þess eru breytingar frá samþykktri áætlun í ljósi rekstarniðurstöðu fyrra árs vegna forsendubreytinga í niðurstöðu sjóðstreymis. Einnig er í endurskoðaðri áætlun sett inn leiðrétting á innri leigu frá samþykktri áætlun.

Til máls tók. Björn Ingimarsson, sem kynnti og lagði fram viðauka 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2016, sem Viðauka 1 við áætlunina. Helstu breytingar eru sem hér segir:

Í atvinnumálum er samþykktur viðauki vegna fjarskiptamála 6 millj.

Í menningarmálum er samþykktur viðauki til Héraðsskjalasafns 1 millj. kr.

Í félagsþjónustu er samþykkt 3 millj. kr. hækkun á launalið en á móti kemur 3 millj. kr tekjuaukning innan sama málaflokks.

Í Eignasjóði hækkar annar rekstarkostnaður um 6 millj. vegna viðhalds á húsnæði áhaldahúss.

Útgjöld vegna félagsheimilisins á Eiðum lækkar um 4,1 millj. vegna sölu á húsnæðisins. Söluhagnaður nemur 18 millj. kr.

Í málaflokk 07 er áætlað 0,1 millj vegna fundarsetu Brunavarna á Héraði.

Fjármagnstekjur Atvinnumálasjóðs eru lækkaðar um 5,5 millj. kr.

Fjárfestingar hækka um 24 milljónir vegna þaks á Fellaskóla. Til að mæta auknum fjárfestingum vegna áður ófyrirséðra framkvæmda er 15 milljóna kr. lækkun á viðhaldi gatna.

Vegna leiðréttingar á útreikningsaðferð innri leigu hækka tekjur Eignasjóðs um 92 millj. kr. Samsvarandi hækkun verður á útgjöldum málaflokka í Aðalsjóði.

Í Viðauka 1 er gert ráð fyrir að lántökuheimild í eignasjóði nemi 85 milljónum króna.

Að öðru leyti vísast frekari útfærsla til Viðauka 1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 339

Málsnúmer 1604016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.9. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.9 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.9.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

3.2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Í vinnslu.

3.3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Afgreitt undir lið 2.

3.4.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í bæjarráði lagði bæjarstjóri fram drög að samningi við Orkufjarskipti, vegna ljósleiðaralagnar milli Lagarfossvirkjunar og Brúarásskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig lagður fram til kynningar samningur um sömu framkvæmd milli Fljótsdalshéraðs og Fjarskiptasjóðs.

3.5.Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ

Málsnúmer 201508023

Í vinnslu.

3.6.Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2016

Málsnúmer 201604093

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.7.Ársfundur Austurbrúar ses. 2016

Málsnúmer 201604105

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.8.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna framkominnar beiðni frá félaginu Eiðar ehf, kaupanda barna- og leikskólans, samþykkir bæjarstjórn að við undirskrift kaupsamnings verði kaupenda veitt veðheimild í húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum allt að kr. 10 milljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 201604137

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir um að alþingi samþykki hið fyrsta samgönguáætlun til fjögurra ára. Bæjarstjórn lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af því að í núverandi drögum að samgönguáætlun, vantar gífurlega fjármuni til þess að standa með eðlilegum hætti að viðhaldi og uppbyggingu núverandi samgöngukerfis landsins. Meðan að svo er liggur fyrir að nánast ómögulegt er að ráðast í bráðnauðsynlegar nýframkvæmdir í samræmi við þau markmið sem fyrirliggjandi áætlun leggur þó til grundvallar. Ljóst er til dæmis að við núverandi aðstæður verður ekki séð að fjármagni verði veitt til gerðar nýrrar brúar yfir Lagarfljót á næstu árum og jafnvel áratugum, auk þess sem töf getur orðið á öðrum nauðsynlegum framkvæmdum, svo sem vegi yfir Öxi og göngum undir Fjarðarheiði. Það er algjörlega óásættanlegt og skorar bæjarstjórn á Alþingi að tryggja málaflokknum nauðsynlegt fjármagn til næstu ára enda stendur núverandi staða uppbyggingu landsbyggðanna alvarlega fyrir þrifum.

Þá telur bæjarstjórn að nokkuð skorti upp á að framlög til rekstrar, viðhalds og nýframkvæmda á flugvöllum séu í samræmi við þörf og mikilvægi þeirra í samgöngukerfinu. Í ljósi stefnumörkunar stjórnvalda um að byggðar verði upp fleiri fluggáttir inn í landið verður að tryggja nægjanlegt fjármagn til Egilsstaðaflugvallar. Bæjarstjórn bendir t.a.m. á að framlög sem ætluð eru til að klæða flugbrautina á Egilsstöðum duga ekki til að framkvæma verkið og að þörf er á auknum fjármunum í ýmis verkefni í tengslum við rekstur flugvallarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340

Málsnúmer 1604025

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.4 og 4.11 og Karl Lauritzson, sem ræddi lið 4.10.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Í vinnslu.

4.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Í vinnslu.

4.3.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 57

Málsnúmer 1604007

Fundargerðin lögð fram.

4.4.Jafnréttisáætlun 2015

Málsnúmer 201510106

Lögð fram jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2015 - 2019, en henni hefur lítillega verið breytt frá því hún var samþykkt 04.11. 2015 og hefur jafnréttisnefnd samþykkt þær viðbætur sem gerðar hafa verið. Einnig hefur Jafnréttisstofa lesið yfir jafnréttisáætlunina og framkvæmdaáætlunina án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn jafnréttisáætlunina eins og hún liggur nú fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlagða framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Lagt fram.

4.6.Fundargerð 206.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201604180

Lagt fram til kynningar.

4.7.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lagt fram til kynningar.

4.8.Ársfundur Austurbrúar ses. 2016

Málsnúmer 201604105

Lagt fram fundarboð ársfundar Austurbrúar sem haldinn verður á Hótel Framtíð á Djúpavogi 11. maí kl. 15:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2016

Málsnúmer 201604177

Lagt fram fundarboð aðalfundar Vísindagarðsins ehf, sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí kl. 10:00, að Lyngási 12 Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði á aðalfundinum og að Stefán Bragason verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Lögð fram drög að samningi milli Rafeyjar ehf og Fljótsdalshéraðs, varðandi uppsetningu örbylgjukerfis til að bæta tímabundið netsamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með lítillegum breytingum og gefur bæjarstjóra umboð til að undirrita hann.
Bæjarstjórn fagnar þeim árangri sem þessi framkvæmd er að skila fyrir dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig lagðir fram samningar við Fjarskiptasjóð annars vegar og Orkufjarskipti hins vegar vegna lagningu ljósleiðara milli Brúaráss og Lagarfossvirkjunar.

4.11.Forsetakosningar 25. júní 2016

Málsnúmer 201604129

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. apríl 2016 varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og tölvupóstur frá Þjóðskrá varðandi kjörstaði og kjördeildir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjastjóra og skrifstofustjóra í samráði við sýslumann að útfæra framkvæmd á utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem sveitarfélagið mun annast, í samræmi við viljayfirlýsingu Sambands ísl. sveitarfélaga og sýslumanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Frumvarp til laga um útlendinga

Málsnúmer 201604146

Lagt fram.

4.13.Tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna

Málsnúmer 201604147

Lagt fram.

4.14.Flugfélag Austurlands

Málsnúmer 201604163

Í vinnslu.

4.15.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Eiða ehf og Fljótsdalshéraðs, vegna kaupa Eiða ehf á húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum. Einnig fylgir afnotasamningur um gamla íþróttasvæði UÍA á Eiðum milli sömu aðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samningana fh. Fljótsdalshéraðs.

Einnig lögð fram drög að yfirlýsingu vegna loka rekstrar fjarvarmaveitu á Eiðum. Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við notendur veitunnar á þeim forsendum sem fram koma í henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 34

Málsnúmer 1604024

Til máls tóku: Ester Kjartansdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.1 og 5.2. Ester Kjartansdóttir, sem ræddi lið 5.2. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.2. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5.2 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201603061

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Aðalfundur Barra 11. maí 2016

Málsnúmer 201604099

Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, 11. maí 2016. Einnig ársreikningur Barra fyrir 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar Barra. Jafnframt eru nefndarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016

Málsnúmer 201604108

Lagt fram til kynningar.

5.5.Leikhópurinn Grímur, styrkumsókn

Málsnúmer 201604130

Fyrir liggur styrkumsókn frá Leikhópnum Grímu, undirrituð af Sigurbjörgu Lovísu Árnadóttur, vegna uppsetningar á leiksýningu í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Málefni upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 201604113

Lagt fram til kynningar.

5.7.Reglur um farandsölu

Málsnúmer 201604063

Í vinnslu.

5.8.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020

Í vinnslu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46

Málsnúmer 1604023

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 6.6, 6.10, 6.12 og 6.29. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.4 og bar fram fyrirspurn 6.5, 6.6, 6.10, 6.13 og 6.29. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 6.4. og svaraði fyrirspurn, 6.6, 6.10 og 6.13. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.4 og 6.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.10 og 6.4 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 6.10.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Fyrir liggja tilboð frá eftirfarandi aðilum:
Securitas, Rafey og MRT í þjónustu, viðhald og árlega skoðun öryggiskerfa í stofnunum sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 14.04.2016. Einnig liggur fyrir tilboð í þjónustu við slökkvitæki frá Securitas og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að gera samning við lægstbjóðanda, sem er Rafey ehf. og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Jafnframt samþykkt að fela starfsmanni að leita tilboða í vöktun öryggiskerfanna. Enn fremur samþykkir bæjarstjórn að semja við Slökkvitækjaþjónustu Austurlands um að þjónusta slökkvitæki í stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201604090

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

6.3.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201603007

Lagt fram til kynningar.

6.4.Beiðni um að fjarlægja aspir við Árskóga

Málsnúmer 201604123

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Eyþór Hannesson kt.280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt.150659-2569 óska eftir að aspir við lóðina Árskóga 20A verði felldar vegna þess hve ræturnar eru farnar teygja sig víða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að aspirnar verði fjarlægðar. Verkið verði unnið í samráði við verkefnastjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 201604016

Lagt er fram erindi dagsett 31. mars 2016 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga kynnir hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Málið var til umræðu á 836. fundi Sambandsins 26. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggst ekki gegn hugmyndinni um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Bæjarstjórn leggur þó áherslu á að ekki verði vikið frá því fyrirkomulagi að landinu sé skipt í heilbrigðiseftirlitssvæði og að framkvæmdaraðili eftirlits á hverju svæði sé sjálfstæð stofnun. Einnig að ef til breytingar kemur séu eftirlitsverkefni færð með lögum frá stofnunum ríkisins og til heilbrigðiseftirlita, ásamt viðeigandi gjaldstofnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Beiðni um aðstoð við lagfæringu á Hreimsstaðavegi

Málsnúmer 201604131

Erindi í tölvupósti dagsett 18. apríl 2016 þar sem Árni Óðinsson kt. 030461-2829 f.h. eigenda Hreimsstaða óskar eftir að sveitarfélagið komi að því að lagfæra veginn heim að Hreimsstöðum, en vegurinn hefur verið felldur af vegaskrá Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vegurinn heim að Hreimsstöðum verði settur á lista yfir styrkvegi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á veginum og fjármagn í það verði tekið af styrkvegafé 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.8.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Í vinnslu.

6.9.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Í vinnslu.

6.10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201604058

Erindi dags. 11.04.2016 þar sem Margrét Lára Þórarinsdóttir kt. 120276-5069 óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús sitt að Selási 23 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir liggur teikning af skuggavarpi á nærliggjandi lóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.1 Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.11.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201604081

Erindi innfært 13.04.2016 þar sem Einar Birgir Eymundsson kt. 150535-7199, Sigurður F. Stefánsson kt. 080246-2269 og Eyþór H. Stefánsson kt. 071139-4259 óska eftir stofnun lóðar úr landi Flögu landnúmer 157420 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur yfirlýsing um hnit lóðarmarka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.12.Ósk um umferðarmerkingar og vistgötu

Málsnúmer 201604139

Erindi í tölvupósti dagsett 11.04.2016 þar sem Jónína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson Sólvöllum 10, Egilsstöðum óska eftir að merktar verði gangbrautir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir að skoðaður verði sá möguleiki að gera Sólvellina að vistgötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vekur athygli á að verið er að vinna að samantekt um merkingar þar sem gangstígar þvera íbúðagötur.
Bæjarstjórn hafnar þeim hluta erindisins þar sem óskað er eftir að Sólvellir verði gerð að vistgötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.13.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmönnum að framkvæma það sem lýst er í liðum númer 3, 6,og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.14.Fráveita hreinsun

Málsnúmer 201604052

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.15.Reglur um farandsölu

Málsnúmer 201604063

Lagðar eru fram reglur um farandsölu á Austur- Héraði nr. 197/2001.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs, þegar umfjöllun hefur farið fram hjá viðkomandi nefndum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 147

Málsnúmer 1604017

Lagt fram.

6.17.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201603051

Lagt fram til kynningar.

6.18.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504032

Lagt fram til kynningar.

6.19.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051

Lagt fram til kynningar.

6.20.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201603004

Erindi í tölvupósti þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt leyfi til sölu gistingar í flokki II. Umsækjandi er Jóna Björt Friðriksdóttir kt. 120781-4059. Starfsstöð er Bláskógar 10 Egilsstöðum fastanúmer: 217-5525.
Heiti Bláskógar 10 og gestafjöldi 8.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.21.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/heimagisting Eiðum

Málsnúmer 201604091

Erindi í tölvupósti dags.15.04. 2016. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. I. Umsækjandi er Anna Kristín Magnúsdóttir kt. 170849-4349. Starfsstöð er Eiðar 701 Egilsstaðir fastanúmer:217-6387, Heiti Eiðagisting, gestafjöldi 8.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.22.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Miðfell 1

Málsnúmer 201604050

Erindi í tölvupósti dags. 6. apríl 2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Þorsteinn Páll Gústafsson kt. 181144-3519. Starfsstöð er Miðfell 1, Fellabæ, fastanúmer: 217-3546, heiti Miðfell 1, gestafjöldi 6

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.23.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Gistiheimilið Lyngás 5-7

Málsnúmer 201604033

Erindi í tölvupósti dags. 5. apríl 2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II. Umsækjandi er LMOJ ehf. kt. 511115-3290. Ábyrgðarmaður er Jitka Hamrová kt. 190179-2069. Starfsstöð er Gistiheimilið Lyngási 5-7, fastanúmer: 217-5927. Heiti: Gistiheimilið Lyngás, fjöldi gesta 21.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.24.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar /Eyjólfsstaðaskógur 31

Málsnúmer 201604015

Erindi í tölvupósti dags. 16. mars 2016. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Rúbín gisting ehf. 460206-0730. Forsvarsmaður er Fjóla Orradóttir kt. 031178-5929. Starfsstöð er Eyjólfsstaðaskógur 31, fastanúmer: 232-2651. Heiti er Rúbín gisting ehf.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.25.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar/Vallnaholt 8 og Barnaskólinn á Eiðum

Málsnúmer 201604017

Erindi í tölvupósti dags. 4. apríl 2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. III. Umsækjandi er Ásgeirsstaðir ehf. kt. 620915-2890, forsvarsmaður Guðrún Jónsdóttir kt. 150761-3369. Starfsstöðvar eru Vallnaholt 8 fastanúmer 217-6431 og Eiðavellir 6 fastanúmer 217-6413 (Barnaskólinn Eiðum), gestafjöldi 40.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins þegar fullgildum teikningum hefur verið skilað inn hjá byggingarfulltrúa svo og að teknu tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.26.Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar/Húsey

Málsnúmer 201604032

Erindi í tölvupósti dags. 5. apríl 2016, þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. III. Umsækjandi er Laufey Ólafsdóttir kt. 070366-4289. Starfsstöð er Húsey fastanúmer: 217-3758. Heiti er Farfuglaheimilið Húsey, gestafjöldi 24.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.27.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar

Málsnúmer 201603111

Erindi í tölvupósti dags. 17.03.2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Krílakot ehf. kt. 610610-0640. Forsvarsmaður er Sigurþór Örn Arnarson kt. 180373-2929. Starfsstöð er Sauðhagi 1, lóð 2, hús 3 fastanúmer: 232-5565, heiti Krílakot, gestafjöldi 6.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.28.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 201603102

Erindi í tölvupósti dags. 16. mars 2016, þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. I. Umsækjandi er Ásta Jóna Guðmundsdóttir kt. 041159-3759. Starfsstöð er Miðgarður 6, íbúð 102 fastanúmer: 217-6016. Heiti Miðgarður 6, íbúð 102, gestafjöldi 4.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.29.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201511079

Erindi dagsett 09.11.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Ferðaþjónustunnar Óseyri ehf. kt. 430912-0540 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarherbergjum á lóðinni Tjarnarbraut 3. Gert er ráð fyrir að byggingin verði með svipuðum hætti og bílageymslan Tjarnarbraut 7, sem breytt var í íbúðarherbergi. Málið var áður á dagskrá 10.02.2016.
Grenndarkynning hefur farið fram engin athugasemd barst við grenndarkynningunni. Fyrir liggur bréf dagsett 8. mars 2016 frá íbúum að Tjarnarbraut 5.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir. Bæjarstjórn leggur áherslu á að fundað verði með lóðarhafa til að finna lausn á bílastæðismálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 233

Málsnúmer 1604019

Til máls tóku: Aðalsteinn Ásmundarson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 7.5. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 7.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.5. og kynnti bókun. Ester Kjartansdóttir, sem ræddi lið 7.5 og kynnti bókun . Karl Lauritzson, sem ræddi lið 7.5. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.5. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.5 og kynnti bókun. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.5. Aðalsteinn Ásmundarson, 7,5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7,5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7,5. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 7,5 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7,5.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201603047

Á fundi Fræðslunefndar lá fyrir greinargerð bæjarstjóra varðandi vinnuferlið við ráðningu skólastjóra Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2016 - 2017. Þrír umsækjendur voru um starfið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir ráðningu Ruthar Magnúsdóttur, núverandi aðstoðarskólastjóra, í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma, verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma með börn sín eða sæki þau of seint í mánuðinum.
Bæjarstjórn mælist til að reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir fræðslunefnd og síðan bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Fæðisgjöld í leikskólunum Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201604135

Lagt fram til kynningar.

7.4.Uppgjör 2015 - leik- og tónlistarskólar

Málsnúmer 201604134

Lagt fram til kynningar.

7.5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur til sameiningu Tónlistarskólans í Fellabæ og Tónlistarskólans á Egilsstöðum undir nafninu Tónlistarskóli Fljótsdalshéraðs. Skólinn skal hafa tvær starfsstöðvar í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Skólinn skal starfa frá og með næsta skólaári, haustið 2016.

4 greiddu tillögunni atkvæði (AA, ÁK, AÁ, og KL.) en 5 voru á móti (SBS, GI, PS, EK, og GJ) Tillagan því felld.

Bókun B-lista við lið 7.5

Bæjarfulltrúar B-lista vilja lýsa yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna Skólastarf á Fljótsdalshéraði sem skilað var til sveitarfélagsins í aprílmánuði 2015. Fulltrúar B-lista stóðu ásamt öðrum bæjarfulltrúum að því að kalla eftir skýrslunni, en það er mat okkar að hún sé alls ekki nægjanlegur grunnur undir ákvarðanatöku, þó að e.t.v. megi líta svo á að hún geti verið upphaf umræðu um einstök atriði sem fram koma í henni.

Á grunni skýrslunnar er nú lagt til að sameina Tónlistarskólana í Fellabæ og Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Auk skýrslunnar liggur fyrir svonefnd greinargerð tveggja fulltrúa í fræðslunefnd þar sem dregin eru saman frekari rök fyrir tillögunni. Það er okkar mat að því fari fjarri að það sem þar kemur fram geti talist óyggjandi og teljum við að þeir þættir sem þar eru nefndir, og málið í heild, þarfnist mun meiri umræðu og undirbúnings ef vel á að fara. Að okkar mati er alls ekki skýrt að breytingin sem lögð er til skili ávinningi, hvorki fjárhagslegum eða faglegum. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn tillögunni.

Þessu til viðbótar má tilgreina að fyrirvari á slíkri grundvallarbreytingu á rekstri skólanna er alltof skammur, mörgum spurningum er ósvarað um starfsmannamál og hvaða kostnaði sveitarfélagið getur staðið frammi fyrir vegna biðlauna og annarra þátta sem tengjast breytingunni sem lögð er til.

Fulltrúar B-lista lýsa því yfir að hér eftir sem hingað til erum við reiðubúin að taka þátt í málefnalegri umræðu um stöðu og framtíð skólastarfs á Fljótsdalshéraði. Skólarnir eru mikilvægustu stofnanir samfélagsins og verðskulda að umræða og ákvarðanataka um stefnu og framtíð þeirra fari fram með yfirveguðum hætti og af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram.


Fulltrúar Á-lista í bæjarstjórn Fljótsdalshérað hafna tillögu um sameiningu tónlistarskólans á Egilsstöðum og tónlistarskólans í Fellabæ með eftirfarandi rökum. Við teljum ólíklegt að fjárhagsleg hagræðing gangi eftir. Faglegur ávinningur er óljós, ef nokkur. Almenn ánægja er með starf tónlistarskólana í samfélaginu eins staðfest er í úttektarskýrslunni. Vangaveltur um að ætla nýjum tónlistarskóla skerta stjórnum miðað við kjarasamninga tónlistarskólastjóra eru að okkar mati ekki boðlegar í ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi.
Á-listinn telur af framansögðu ekki hægt að réttlæta þá tillögu sem fram er borin.


Bæjarfulltrúar L- og D-lista í bæjarstjórn telja að með sameiningu tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ skapast mikil tækifæri bæði fagleg og félagsleg og verði jákvæð bæði fyrir starfsmenn og nemendur líkt og fram kemur í úttektarskýrslu Skólastarf á Fljótsdalshéraði sem unnin var af Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Faglegur og félagslegur ávinningur mun m.a. felast í að nemendur hafi kost á að leika og spila með stærri hóp samnemenda og koma að fjölbreyttari verkefnum innan og utan skólans. Önnur jákvæð áhrif felast í að sérsvið hvers og eins nemenda fær meira vægi, þar sem stærri hópur kennara stendur að baki starfinu.

Í dag eru 10 starfsmenn í þessum tveimur skólum, þar af tveir skólastjórar. Fimm af kennurum skólanna kenna í báðum skólunum. Fjárhagslegur ávinningur sameiningar felst m.a. í stjórnun á sameinuðum tónlistarskóla. Fjárhagslegur ávinningur er á bilinu 1,2 ? 6,3 milljónir kr/ári, allt eftir hversu mikið stjórnunarhlutfall verður nýtt í sameinuðum tónlistaskóla. En það er lagt fram í starfsáætlun skólans ár hvert og samþykkt af bæjarstjórn, samanber álit samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsett 14.06.2013. Þetta er fyrir utan alla hagræðingu sem felst í samlegðaráhrifum sameiningar s.s. starfs- og fundatímar kennara, skólanámskrá, skóladagatal, notkun tækja og hljóðfæra og sameiginleg innkaup.

Sameinaði skólinn yrði með tvær starfstöðvar og við skipulagningu starfsins skal hafa í huga grein 5.3.2. úr kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hljómlistarmanna og Félag tónlistarskólakennara þar sem fram kemur að "sé vinnustöð og heimastöð innan sama þéttbýlissvæðis ber starfsmanni að sækja vinnu á vinnustöð á eigin vegum og í tíma sínum."
Með sameiningu tónlistarskólanna munu boðleiðum fækka auk þess sem tónlistarnám í sveitarfélaginu verður allt skilvirkara.

Við teljum staðhæfingu fulltrúa Á- og B-lista í fræðslunefnd "að ekki sé sýnt fram á með óyggjandi hætti að fjárhagslegur ávinningur verði við sameiningu og engin rök fyrir faglegum né félagslegum ávinningi" ekki rétta. Með þessu sjónamiði er ekki verið að horfa í þau tækifæri sem skapast með sameiningu tónlistarskólanna og litið framhjá þeim staðreyndum sem liggja fyrir í málinu.

7.6.Starfsáætlun fræðslunefndar 2016

Málsnúmer 201604035

Starfsáætlunin var kynnt undir lið 1 í fundargerðinni.

7.7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 20

Málsnúmer 1604018

Til máls tók: Karl Lauritzson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201604112

Fyrir liggur tölvupóstur frá Birki Karli Sigurðssyni með tilboði um að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 0689, þ.e. ef af námskeiðinu verður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Tour de Ormurinn 2016, beiðni um stuðning við hjólreiðakeppnina

Málsnúmer 201603136

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 30. mars 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Selskógur, útivistarsvæði

Málsnúmer 201604138

Í vinnslu.

8.4.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030

Í vinnslu.

8.5.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201603079

Lagt fram.

9.Félagsmálanefnd - 143

Málsnúmer 1604015

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.3.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.4.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.5.Starfsáætlun búsetuþjónustu í Miðvangi.

Málsnúmer 0

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn starfsáætlun fyrir búsetueiningar í Miðvangi, Hamragerði og Bláargerði fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.6.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

9.7.Launaviðaukar 2016

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

10.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 50

Málsnúmer 1604013

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082

Lagt fram til kynningar.

10.2.Erindi um málefni ungmennaráða

Málsnúmer 201604100

Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.

10.3.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að beina erindi ungmennaráðs til íþrótta og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201604103

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti breytingatillöguna og lagði hana fram. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og lagði fram breytingartillögu um málsmeðferð. Karl Lauritzson, sem ræddi tillöguna. Gunnar Jónsson, sem ræddi tillöguna og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi breytingartillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að áður en síðari umræða fer fram verði haldinn fundur þar sem fulltrúar HEF og HAUST komi og geri grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201501128

Fyrir liggur ósk frá Gunnari Þór Sigbjörnssyni um leyfi frá nefndarstörfum fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umrætt leyfi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Alda Ósk Harðardóttir verði aðalfulltrúi fyrir hönd B-lista í atvinnu- og menningarnefnd meðan á framangreindu leyfi stendur. Einnig að Gunnhildur Ingvarsdóttir verði varafulltrúi fyrir hönd B-lista í atvinnu- og menningarnefnd á sama tímabili.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fyrir liggur ósk frá Jónu Sigríði Guðmundsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umrætt leyfi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Stefán Bogi Sveinsson verði varafulltrúi fyrir hönd B-lista í fræðslunefnd á meðan á leyfinu stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 22:15.