Ósk um umferðarmerkingar og vistgötu

Málsnúmer 201604139

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 11.04.2016 þar sem Jónína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson Sólvöllum 10, Egilsstöðum óska eftir að merktar verði gangbrautir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir að skoðaður verði sá möguleiki að gera Sólvellina að vistgötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að verið er að vinna að samantekt um merkingar þar sem gangstígar þvera íbúðagötur.
Nefndin hafnar þeim hluta erindisins þar sem óskað er eftir að Sólvellir verði gerð að vistgötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 11.04.2016 þar sem Jónína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson Sólvöllum 10, Egilsstöðum óska eftir að merktar verði gangbrautir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir að skoðaður verði sá möguleiki að gera Sólvellina að vistgötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vekur athygli á að verið er að vinna að samantekt um merkingar þar sem gangstígar þvera íbúðagötur.
Bæjarstjórn hafnar þeim hluta erindisins þar sem óskað er eftir að Sólvellir verði gerð að vistgötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi um gangbrautamerkingar og vistgötu að nýju.

Erindi afgreitt undir lið nr. 5.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Erindi var afgreitt undir lið nr. 5 í fundargerðinni.