Umhverfis- og framkvæmdanefnd

54. fundur 14. september 2016 kl. 17:00 - 20:29 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 152

Málsnúmer 1609002

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 152.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Dagur íslenskrar náttúru 2016

Málsnúmer 201608117

Lagður er fram tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Dagur íslenskrar náttúru 2016, til upplýsinga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur íbúa og stofnanir sveitarfélagsins til að nýta þær náttúruperlur sem er að finna í sveitarfélaginu.
Nefndin hvetur jafnframt þá sem nýta sér samfélagsmiðla að nota myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN í tilefni dagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 51 að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun tl umfjöllunar.

Ráðgjafi leggur nú fram lagfærðan uppdrátt og greinargerð með svörum og leiðréttingum þar sem brugðist var við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa tillögu skv. 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201608108

Lagt er fram erindi til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674.mál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir umsögn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frumvarpið. En þar er fjallað um þá tvo helstu snertifleti sveitarfélaga við Umhverfisstofnun, sem eru skipulag eftirlits á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og annarra laga og reglugerða um mengunareftirlit og náttúruvernd og rekstur náttúruverndarsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur

Málsnúmer 201604010

Lagt er fram erindi af Betra Fljótsdalshéraði að nýju ásamt samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar um gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ástæðu til að merkja gönguleiðir í þremur götum þar sem göngustígur þverar götur. Þær götur eru Koltröð, Laugavellir og Sólvellir.

Erindi er vísað í starfsáætlun 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gangnaboð og gangnaseðlar 2016

Málsnúmer 201607039

Lagðir eru fram gangnaseðlar Fellamanna, Eiðaþinghá, Skriðdal, Hjaltastaðaþinghá, Hlíð, Völlum, Tungu og Jökuldal austan ár ásamt fundargerð fjallskilanefndar Jökulsárhlíðar 2016 til kynningar.

Freyr Ævarsson sat undir afgreiðslu þessa liðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hamrar 14 umsókn um lóð

Málsnúmer 201605026

Lagt er fram bréf lóðarhafa, skil á lóð Hamrar 14.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Hamrar 14 er nú laus til umsóknar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Umhverfis- og framkvæmndanefnd lagði til við bæjarstjórn á fundi sínum nr. 38 þann 13.1.2016 að deiliskipulags tillagan verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42.gr. skipulagslaga.

Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 30.6.2016, óskað var eftir því að sveitarstjórn taki deiliskipulagið fyrir að nýju í sveitarstjórn vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skilmálum deiliskipulagsins og jafnframt þarf að sýna á uppdrætti aðalskipulagsbreytingu sem staðfest hefur verið fyrir umrætt svæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa leiðréttan uppdrátt, deiliskipulag í landi Hvamms 2 í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

9.Jafnrétti í skipulagsmálum

Málsnúmer 201608118

Til umræðu er jafnrétti í skipulagsmálum fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér þann hluta jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdaráætlunar þar um, sem snerta umhverfis- og skipulagsmál og mun hafa hann til hliðsjónar í störfum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kringilsárrani, verndar- og stjórnunaráætlun

Málsnúmer 201407049

Lögð er fram til kynningar skýrslan: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Kringilsárrana, Norður Múlasýslu, verk- og tímaáætlun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að hún verði upplýst um framgang málsins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ósk um umferðarmerkingar og vistgötu

Málsnúmer 201604139

Lagt er fram erindi um gangbrautamerkingar og vistgötu að nýju.

Erindi afgreitt undir lið nr. 5.

12.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Tekið er fyrir erindi Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro ehf. sem vísað var á Umhverfis- og framkvæmdanefnd af bæjarráði þann 29.8.2016 af fundi nr. 352, til kynningar og umsagnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að gengið verið til samningaviðræðna við Arctic Hydro ehf um réttindasamning, að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Ráðning og skipulagsbreyting á umhverfissviði

Málsnúmer 201609022

Lagt er fram erindi um ráðningu og skipulagsbreytingu á Umhverfissviði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi deildarstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Staðsetning á skilti Vegagerðarinnar í Fellabæ

Málsnúmer 201608123

Lagt er fram erindi Vegagerðarinnar, óskað er eftir leyfi að staðsetningu vegskiltis í Fellabæ.
Stærð skiltisins er 3m á breidd og 2,5m á hæð.
Meðfylgjandi er erindi og skýringarmyndir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir staðsetningu skiltisins að því gefnu að skiltið dragi ekki úr umferðaröryggi á gatnamótunum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 201606141

Lagt er fram erindi frá Orkusjóði, Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, að nýju.
Á 51. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var samþykkt að fela Frey Ævarssyni erindið til athugunar í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa og leggja fram tillögu.

Freyr Ævarsson sat undir afgreiðslu þessa liðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að sækja um styrk til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla á grundvelli þeirrar greinargerðar sem fyrir liggur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201609002

Lagt er fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 647.mál.
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016, bæjarstjórn tók undir með bæjarráði og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Lagt fram til kynningar.

17.Trjágróður á Egilsstöðum

Málsnúmer 201608104

Lagt er fram erindi Stefáns Víðissonar þar sem hann lýsir áhyggjum sínum um trjágróður á Egilsstöðum. Vill hann leggja til að sveitarfélagið taki það til umræðu að farið verði í að gróðursetja tré á öllum svæðum sem hentug gætu talist fyrir slíkt.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna og mun hafa hana til hliðsjónar við skipulag opinna svæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098

Til umræðu er framtíð starfshóps um umferðaröryggismál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umferðaröryggishópurinn verði lagður niður og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3.2015 og 24.8.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Fljótsdalshéraðs og ræða aðkomu þeirra að áætluninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging

Málsnúmer 201605024

Lagt er fram að nýju erindi Markús Eyþórssonar, Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging, að lokinni grenndarkynningu.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 47 var lögð fram tillaga að viðbyggingu við Furuvelli 6, greinargerð og uppdrættir.
Umhverfis- og framkvæmdanefn samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi með tilvísan í 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 grenndarkynnti tillögu fyrir lóðarhöfum Furuvalla 4 og 8 og Laugavöllum 7, 9 og 11 þann 25.7.2016.
Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum við framlagða tillögu var til kl.15:00, föstudaginn 26.ágúst 2016.

Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki mótfallinn tillögum lóðarhafa og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu bréfs um byggingaráform.
Nefndin vill árétta að tilkynning um byggingaráform er ekki heimild til að hefja framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Umsókn um stofnun lögbýlis / Uppsalir 5

Málsnúmer 201608125

Lagt er fram erindi Jónas Þorgeirs Jónassonar, óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á að Uppsalir 5 með landnúmerið 220118 verði skráð sem lögbýli.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Umsókn um stofnun lögbýlis/Uppsalir 4

Málsnúmer 201608124

Lagt er fram erindi Hafsteins Jónassonar, óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á að Uppsalir 4 með landnúmerinu 215465 verði skráð sem lögbýli.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lagt er fram erindi Eflu verkfræðistofu fyrir hönd málsaðila, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki fyrir erindið sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Ylstrandar við Urriðavatn. Breytingin er á þá vegu að byggingarreitur verði rýmkaður svo hann þoli minniháttar tilfærslur á byggingunni. Enn fremur þarf að færa til hjóla- og göngustíg sem liggur fyrir utan eldri byggingarreitinn og skilgreina að staðsetningin sé leiðbeinandi.
Meðfylgjandi er samþykki landeiganda, erindi og uppdráttur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu erindisins í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:29.