Gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur

Málsnúmer 201604010

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03.2016 um að merkja með áberandi hætti þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela Þjónustumiðstöðinni að taka saman upplýsingar um allar þveranir göngustíga yfir akbrautir, þar sem ekki eru þegar merktar gangbrautir og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03. 2016 um að merkja með áberandi hætti þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Þjónustumiðstöðinni að taka saman upplýsingar um allar þveranir göngustíga yfir akbrautir, þar sem ekki eru þegar merktar gangbrautir og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi af Betra Fljótsdalshéraði að nýju ásamt samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar um gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ástæðu til að merkja gönguleiðir í þremur götum þar sem göngustígur þverar götur. Þær götur eru Koltröð, Laugavellir og Sólvellir.

Erindi er vísað í starfsáætlun 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi af Betra Fljótsdalshéraði að nýju ásamt samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar um gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur ástæðu til að merkja gönguleiðir í þremur götum þar sem göngustígur þverar götur. Þær götur eru Koltröð, Laugavellir og Sólvellir.
Erindinu að öðru leyti vísað til starfsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.